Forstöðumaður mannauðs og rekstrar

Sólheimar ses. Sólheimar 168279, 801 Selfoss


Sólheimar Grímsnesi óska eftir að ráða forstöðumann mannauðs og rekstrar.  Um nýtt starf er að ræða í framhaldi af stefnumótun og verður mikið samstarf við önnur starfssvið Sólheima. Í boði er leiguhúsnæði á staðnum.

Hæfnikröfur

 • Reynsla af störfum við mannauðsmál skilyrði.
 • Háskólagráða skilyrði.
 • Reynsla af almennum skrifstofustörfum æskileg.
 • Reynsla af gerð verkferla og/eða gæða- eða tæknimálum kostur.
 • Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar.
 • Nákvæm og öguð vinnubrögð.
 • Góð íslenskukunnátta æskileg.

 Helstu verkefni

 • Stýra mannauðsmálum staðarins.
 • Almenn skrifstofustörf.
 • Umsjón með tæknimálum, gerð verkferla og gæðamálum.
 • Önnur verkefni sem falla undir almennan rekstur.

Um framtíðarstarf er að ræða og gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Vinnutími er 8-17.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá audur.finnbogadottir@solheimar.is

 

 

 

Umsóknarfrestur:

19.12.2017

Auglýsing stofnuð:

06.12.2017

Staðsetning:

Sólheimar 168279, 801 Selfoss

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi