Matreiðslumaður

Sólheimar ses. Sólheimar 168279, 801 Selfoss


Sólheimar Grímsnesi óska eftir að ráða matreiðslumann sem forstöðumann eldhúss og framleiðslu.  Um nýtt starf er að ræða í framhaldi af stefnumótun og verður mikið samstarf við önnur starfssvið Sólheima. Í boði er leiguhúsnæði á staðnum.

Helstu verkefni

 • Ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd starfsins auk starfsmannahalds.
 • Annast fjölbreytta matseld, auk baksturs og matvinnslu.
 • Innkaup á hráefni og kaup á áhöldum til matargerðar.
 • Gerð matseðla fyrir mötuneyti og þátttaka í gerð matseðla fyrir aðra veitingaþjónustu.
 • Samantekt gagna fyrir reikningagerð.
 • Ber ábyrgð á hreinlæti í mötuneyti.

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af matseld fyrir stærri hópa æskileg (40 manns plús).
 • Samskipta- og samstarfshæfni.
 • Geta til að vinna undir álagi.
 • Geta til að vinna sjálfstætt og sýna öguð vinnubrögð.
 • Jákvæðni, áhugi og reynsla af því að útbúa heilsusamlegan mat er kostur.

Um framtíðarstarf er að ræða og gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Vinnutími er 8-17 auk einhverrar yfirvinnu.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá audur.finnbogadottir@solheimar.is

 

 

Umsóknarfrestur:

19.12.2017

Auglýsing stofnuð:

07.12.2017

Staðsetning:

Sólheimar 168279, 801 Selfoss

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi