Sölu- og bókunardeild - Hlutastarf

Center Hotels Aðalstræti 4, 101 Reykjavík


CenterHotels óskar eftir að ráða jákvæðan og duglegan starfsmann í hlutastarf í sölu- og bókunardeild. 

Starfssvið: 

 • Yfirferðir á bókunum
 • Yfirsýn yfir bókanir fyrirtækisins
 • Ýmis bakvinnsla og frágangur
 • Símsvörun og umsjón með einstaklingsbókunum
 • Samskipti við endursöluaðila
 • Vinna að því að ná markmiðum fyrirtækisins 


Hæfniskröfur:

 • Reynsla af sölu- og bókunarstörfum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
 • Hæfni til að geta unnið sjálfstætt er skilyrði
 • Frumkvæði og öguð vinnubrögð
 • Jákvæðni og góð þjónustulund
 • Góð samskiptafærni
 • Góð tölvukunnátta og góð hæfni á Excel og önnur office forrit er skilyrði 

Um 50-60% hlutastarf er að ræða. Unnið er þrjá virka daga eina vikuna og tvo virka daga hina vikuna á 4. tíma vöktum frá kl. 16:00 til 20:00. Þá er unnið aðra hverja helgi, bæði laugardag og sunnudag á 8 tíma vöktum og er vinnutíminn um helgar samkvæmt samkomulagi annað hvort á milli 8-16, 10-18 eða 12-20. Starfið hentar vel námsmönnum með skóla og möguleiki er á fullu starfi yfir sumartíma. 

Umsóknir óskast sendar á jobs@centerhotels.is merkt "Söludeild" fyrir 18. október.  Öllum umsóknum er svarað að loknu ráðningaferli.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. 

CenterHotels er fjölskyldurekin hótelkeðja sem samanstendur af sex fyrsta flokks hótelum í miðborg Reykjavíkur sem leggur áherslu á góða þjónustu og leitar því að starfsfólki sem hefur ríka þjónustulund og metnað til að standa sig í starfi. Lögð er áhersla á að viðhalda góðum starfsanda og rík áhersla á fræðslustarf og möguleika starfsmanna á vöxt í starfi.

Umsóknarfrestur:

18.10.2017

Auglýsing stofnuð:

12.10.2017

Staðsetning:

Aðalstræti 4, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi