Sérfræðingar í umhverfistölfræði

Hagstofa Íslands Borgartún 21A, 105 Reykjavík


Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða tvo metnaðarfulla og áhugasama starfsmenn í ný störf á fyrirtækjasviði. Á fyrirtækjasviði er framleidd tölfræði um afkomu og rekstur fyrirtækja eftir atvinnugreinum, gistinætur og ferðamál, nýsköpun, umhverfismál, sjávarútveg og landbúnað.

Störfin fela í sér uppbyggingu og þróun tölfræði um umhverfismál og framleiðslu umhverfisreikninga. Um er að ræða frábært tækifæri til að taka þátt í mótun nýrrar tölfræði um brýnt málefni.

HÆFNISKRÖFUR

• Háskólapróf í hagfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi

• Reynsla af vinnslu gagna í gagnagrunnsumhverfi er nauðsynleg

• Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu og framsetningu gagna er æskileg

• Gagnrýn hugsun og frumkvæði

• Góð íslensku- og enskukunnátta

• Góð samskiptafærni

• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2017 og skulu umsóknir berast til: Starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 528-1000.

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is

Umsóknarfrestur:

30.10.2017

Auglýsing stofnuð:

12.10.2017

Staðsetning:

Borgartún 21A, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi