Starfsmaður í reikningshald

Advania Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík


Við leitum að talnaglöggum einstaklingi sem hefur næmt auga fyrir smáatriðum til að ganga til liðs við kostnaðarskráningar hópinn okkar innan reikningshalds.

Starfssvið

Starfsmaður kostnaðarskráningar sér um að skrá og bóka reikninga, afstemmingar og greiningar og kemur að uppgjörstengdum verkefnum..

Ef þú vilt vinna með hressu og skemmtilegu fólki í lifandi umhverfi á fjármálasviði stærsta upplýsingatæknifyrirtækis á Íslandi, þá erum við að leita að þér!

Menntunar- og hæfniskröfur

• Þekking og færni í Navision eða öðru sambærilegu bókhaldskerfi

• Reynsla af bókhaldsstörfum er nauðsynleg

• Góð þekking og færni í Excel og góð almenn tölvukunnátta

• Góðir greiningahæfileikar

• Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð

• Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

• Menntun á sviði viðskipta eða bókhalds er kostur


Advania

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Umsóknarfrestur er til og með 25. september. Sótt er um starfið á vef Advania. 

Umsóknarfrestur:

25.09.2017

Auglýsing stofnuð:

13.09.2017

Staðsetning:

Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi