Verkstjóri Vatnsveitu Kópavogsbæjar

Kópavogsbær Fannborg 2, 200 Kópavogur


Þjónustumiðstöð óskar eftir verkstjóra hjá Vatnsveitu Kópavogsbæjar

Vatnsveita Kópavogs þjónar íbúum Kópavogs og Garðabæjar. Verkstjóri hefur eftirlit með m.a. miðlunartönkum, dælustöðvum og fráveitum. Starfsmaðurinn er öryggisfulltrúi Vatnsveitu og sér um að tryggja að ávallt sé nægjanlegt kalt vatn fyrir fyrirtæki og íbúa bæjarins. Einnig tryggir hann að fólk og umhverfi verði ekki fyrir skaða af völdum fráveitu Kópavogs.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Eftirlit með brunnsvæðum, miðlunartönkum, dælistöðvum og dreifikerfi.
  • Eftirlit með framkvæmdum sem unnin eru af þriðja aðila. 
  • Ráðgjöf og upplýsingar til íbúa.
  • Vinnur bilunarvaktir á dreifikerfi Kópavogsbæjar.
  • Er staðgengill forstöðumanns Vatnsveitu Kópavogsbæjar. 

Menntunar- og hæfniskröfur 

  • Sveinspróf í pípulögnum
  • Reynsla af verkstjórnun og sjálfstæð vinnubrögð. 
  • Reynsla af vinnu við vatnsveitur og stærri fráveitur.  
  • Þekking á suðu og meðhöndlun stærri plastlagna og tengistykkja. 
  • Þekking á og geta notað Word og Excel. 

Ítarlegri upplýsingar um störfin er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Magnús Bjargarson, forstöðumaður Vatnsveitu, í síma 441-0000 eða í tölvupósti karl.edvalds@kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2017.

Karlar jafn sem konur eru hvattir til þess að sækja um starfið 

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar


Umsóknarfrestur:

30.09.2017

Auglýsing stofnuð:

13.09.2017

Staðsetning:

Fannborg 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Iðnaðarstörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi