Verkefnastjóri á verkefnastofu

ISAVIA Reykjavíkurflugvöllur 1, 101 Reykjavík


Við leitum að öflugum verkefnastjóra með háskólamenntun sem nýtist í starfi og haldbæra reynslu af verkefnastjórnun. Viðkomandi vinnur náið með forstöðumanni verkefnastofu við vinnslu stefnumótandi verkefna og innleiðingu á hugmyndafræði verkefnastjórnunar hjá fyrirtækinu. 

Helstu verkefni

  • Almenn stjórnun verkefna, s.s. undirbúningur, skipulagning, áætlanagerð, eftirlit og eftirfylgni
  • Fræðsla og stuðningur við aðra verkefnastjóra
  • Samskipti við innri og ytri viðskiptavini  

Menntunar og hæfniskröfur

  • Viðskiptafræði, verkefnastjórn eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af  vinnu við stefnumótandi verkefni er kostur
  • Góð þekking eða reynsla af verkefnastjórn og breytingastjórnun
  • Kostnaðarvitund og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Þekking á SharePoint kostur

Upplýsingar um starfið veitir Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Þróunar og stjórnunar, netfang hronn.ingolfsdottir@isavia.is.

Umsóknarfrestur: 28. maí nk

Umsóknarfrestur:

28.05.2017

Auglýsing stofnuð:

19.05.2017

Staðsetning:

Reykjavíkurflugvöllur 1, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi