Skólastjóri

Flóahreppur Ármúli 13, 108 Reykjavík


Flóa­hreppur óskar eftir að ráða skóla­stjóra grunn­skólans Flóa­skóla.

Leitað er að kraft­miklum og lausn­a­mið­uðum leið­toga með metnað og einlægan áhuga á skóla­starfi.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Launa­kjör eru samkvæmt kjara­samn­ingi KÍ og Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga.

Í umsókn skal greina frá menntun, fyrri störfum og öðru því sem umsækj­andi telur máli skipta og varpað getur ljósi á færni hans til að sinna stöðu skóla­stjóra. Umsókn­inni skal fylgja saman­tekt þar sem fram koma hugmyndir umsækj­anda um skóla­starfið og þróun þess. Saka­vottorð skal fylgja umsókn og ábend­ingar um meðmæl­endur.

Starfssvið

  • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starf­semi og rekstri skólans. 
  • Fagleg forysta skólans. 
  • Ábyrgð á fram­þróun í skóla­starfi. 
  • Leiða samstarf starfs­manna, nemenda, heimila og skóla­sam­fé­lagsins í heild.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyf­is­bréf til kennslu í grunn­skóla.
  • Viðbót­ar­menntun í stjórnun æskileg.
  • Kennslu­r­eynsla á grunn­skóla­stigi.
  • Færni í mann­legum samskiptum, metn­aður og frum­kvæði.
  • Skipu­lags­hæfni, góð yfirsýn og styrkur til ákvarðana.
  • Reynsla af rekstri, stjórnun og þróun­ar­starfi er æskileg.

Umsóknarfrestur:

29.05.2017

Auglýsing stofnuð:

19.05.2017

Staðsetning:

Ármúli 13, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi