Sérfræðingur í greiningum á viðskiptaumhverfi

Landsnet hf. Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík


Við viljum þróa raforkumarkaðinn á Íslandi til að mæta þörfum framtíðarinnar og leitum að öflugum einstaklingi í starf sérfræðings í greiningum á viðskiptaumhverfi. Starfið felur í sér þátttöku í greiningarvinnu á rekstri og þróun á viðskiptaumhverfi okkar, með áherslu á viðskiptaskilmála Landsnets, áhættugreiningu og raforkumarkaðsmál.

Helstu verkefni

  • Greining áhrifa á breytingum samninga og viðskiptaskilmála á gjaldskrá.
  • Greining á tækifærum í þróun raforkumarkaðar.
  • Þátttaka í vinnu vegna viðskiptaskilmála flutningskerfisins.
  • Greining og vöktun á raforkuviðskiptum Landsnets.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í verk- eða viðskiptafræði eða skyldum greinum.
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum.
  • Hæfni í greiningu og túlkun gagna.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Mikil samskipta- og samstarfsfærni.
Umsóknarfrestur:

03.06.2017

Auglýsing stofnuð:

19.05.2017

Staðsetning:

Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi