Samráðsfullrúi

Landsnet hf. Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík


Við vinnum að því að skapa sátt um hlutverk og starfsemi fyrirtækisins í íslensku samfélagi. Við leggjum áherslu á að eiga frumkvæði að stöðugu samtali við hagsmunaaðila sem einkennist af hreinskilni, ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja. Til að vinna með okkur að bættu samtali auglýsum við eftir samráðsfulltrúa til að bætast í hóp öflugra starfsmanna Landsnets. Um er að ræða nýtt starf sem felur í sér ferðalög innanlands.

Helstu verkefni

  • Upplýsingagjöf og samskipti við hagaðila.
  • Undirbúningur, stýring og eftirfylgni funda með hagaðilum.
  • Mótun nýrra vinnubragða við að auka samtal við samfélagið.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfsfærni.
  • Haldgóð reynsla við fundastjórnun stærri funda.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Mikil færni til að tjá sig skipulega bæði í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur:

03.06.2017

Auglýsing stofnuð:

19.05.2017

Staðsetning:

Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi