ALFREÐ EHF.

ÞJÓNUSTA ÞRIÐJU AÐILA

Stundum kunnum við að veita samstarfsaðilum okkar aðgang að persónuupplýsingum þínum og öðrum upplýsingum um þig í þeim tilgangi að auka gæði og skilvirkni í tengslum við vörur okkur og þjónustu. Í tilvikum þar sem við miðlum persónuupplýsingum þínum til slíkra aðila gerum við það ávallt á grundvelli samnings við viðkomandi samstarfsaðila sem tryggir að við getum haft eftirlit með því hvernig hann meðhöndlar persónuupplýsingar þínar. Í persónuverndarstefnu Alfreðs er fjallað nánar um hvaða gögn og upplýsingar um þig við vinnum með og í hvaða tilgangi.

1. Þjónusta þriðju aðila

Við notum eftirfarandi þjónustu þriðju aðila:

Samskiptaþjónusta

Ef við þurfum að hafa samband við þig, hvort sem er vegna tilkynningar um starfsemina, fréttabréfs eða beiðni um aðstoð, notum við netsamskiptaþjónustu.

Front

Þessi þjónusta gerir okkur kleift að safna saman öllum beiðnum, skilaboðum, mati, umsögnum, upplýsingum um bókaða fundi og öðrum samskiptum á einn stað þar sem hægt er að vinna saman og fela starfsmönnum okkar að afgreiða tiltekna fyrirspurn. Þannig getum við svarað skilaboðum þínum á markvissan hátt og verið fullviss um að gleyma engum skilaboðum.

Nánari upplýsingar um meðhöndlun Fronts á persónuupplýsingum er að finna í persónuverndarstefnu eða skilmálum þessa þjónustuaðila.

Hubspot

Þessi þjónusta gerir okkur kleift að eiga samskipti við þig með þægilegum hætti ef þú hefur áhuga á að fá meiri upplýsingar um kerfi Alfreðs, eða til að veita þér gagnlegar upplýsingar.

Nánari upplýsingar um meðhöndlun Hubspots á persónuupplýsingum er að finna í persónuverndarstefnu eða samningi um gagnavinnslu fyrir þessa þjónustu.

Drift

Þessi þjónustuaðili býr til hjálparglugga í kerfi Alfreðs, sem þú getur notað til að biðja okkur um aðstoð ef þig vanhagar um eitthvað. Einnig kann að vera að við höfum samband við þig gegnum slíkan glugga til að spyrja hvort þú þurfir hjálp með að finna eitthvað á vefsíðunni.

Nánari upplýsingar um meðhöndlun Drifts á persónuupplýsingum er að finna í persónuverndarstefnu þessa þjónustuaðila.

Sparkpost

Þessi þjónustuaðili gerir okkur kleift að senda þér mikilvægan tölvupóst í tengslum við að veita þjónustu okkar. Þegar notandinn er fyrirtæki er þessi þjónusta notuð til að ljúka skráningu í kerfi Alfreðs með því að staðfesta netfang, senda beiðni um nýtt lykilorð, senda fyrirtækjum skýrslur um auglýsingar (hve margir hafa sótt um, hve mörg skilaboð), reikninga, greiðslur o.s.frv. Sé notandinn einstaklingur notum við þessa þjónustu til að minna hann á mikilvæga áfanga í umsóknarferlinu, s.s. viðtal sem honum hefur verið boðið í eða ólesin skilaboð.

Nánari upplýsingar um meðhöndlun Sparkposts á persónuupplýsingum er að finna í persónuverndarstefnu eða viðauka um gagnavinnslu fyrir þessa þjónustu.

3CX

Þessi þjónustuaðili gerir okkur kleift að aðstoða þig með talfjarskiptum og þér kleift að skilja eftir raddskilaboð handa okkur.

Nánari upplýsingar um meðhöndlun 3CX á persónuupplýsingum er að finna í persónuverndarstefnu þessa þjónustuaðila.

Greiningarþjónusta

Til að vita hvað þér finnst um vefsíðu okkar eða þjónustu og hvernig við getum bætt hana notum við ýmsa greiningarþjónustu til að mæla hegðun þeirra sem nota vefsíðu okkar og þjónustu, þ.e. Alfreð appið (hve miklum tíma þú verð í því og hve mikið pláss þú notar, hve oft þú ferð inn á síðuna okkar og aðrar upplýsingar). Þetta gerir okkur kleift að bæta vefsíðu okkar og þjónustu og bjóða þér upp á efni sem þú hefur áhuga á.

Google Analytics

Þessi þjónustuaðili kann að vinna með persónuupplýsingar þínar og aðrar upplýsingar, s.s. svonefnd netkennimerki (e. online identifiers), þ. á m. kökukennimerki og kennimerki í tækinu sem þú notar til að fara inn á vefsíðu okkar eða í Alfreð appið, eða kennimerki viðskiptavina þinna í ofangreindum tilgangi.

Nánari upplýsingar um meðhöndlun Google Analytics á persónuupplýsingum er að finna í persónuverndarstefnu þessa þjónustuaðila.

Hubspot

Þessi þjónustuaðili getur fylgst með því hverjir fara inn á vefsíðu okkar og hegðun þeirra.

Nánari upplýsingar um meðhöndlun Hubspots á persónuupplýsingum er að finna í persónuverndarstefnu eða samningi um gagnavinnslu fyrir þessa þjónustu.

Drift

Þessi þjónustuaðili gerir okkur kleift að bjóða þér að svara könnunum á ánægju þinni með þjónustu okkar og að vinna frekar með svör þín.

Nánari upplýsingar um meðhöndlun Drifts á persónuupplýsingum er að finna í persónuverndarstefnu þessa þjónustuaðila.

Facebook Analytics

Með svipuðum hætti og Google Analytics gerir þessi þjónustuaðili okkur kleift að greina hegðun þeirra sem fara inn á vefsíðu okkar og viðskiptavina okkar í kerfi Alfreðs, annaðhvort gegnum vefsíðuna eða appið. Í tengslum við appið veitir Facebook Analytics okkur lýðfræðilegar upplýsingar sem gefa okkur gleggri skilning á því hverjir viðskiptavinir okkar eru, hve margir hafa sett upp appið okkar í tækjum sínum, hve lengi þeir nota það, hve oft þeir opna appið á tilteknu tímabili og aðrar gagnlegar upplýsingar sem hjálpa okkur að skilja hvað við gerum vel og hvað við þurfum að bæta. Facebook Analytics samstillir sig auk þess við Facebook Ads til að sérsníða efni sem við sýnum þér í Facebook að þörfum þínum (ef þú hefur t.d. ekki enn sett upp appið okkar muntu sjá auglýsingar sem hvetja þig til að hlaða því niður, en annars sérðu tilkynningar um hvernig appið virkar eða uppfærslur á því).

Þjónusta í tengslum við markaðssetningu

Þegar þú ferð inn á vefsíðu okkar metum við hvort þú hafir áhuga á að fræðast meira um Alfreð eða vörur okkur og þjónustu. Til að tryggja að enginn viðskiptavinur sem hefur not fyrir þjónustu okkar missi af því tækifæri notum við þjónustu tiltekinna fyrirtækja til endurmarkaðssetningar, þ.e. til að ná til þeirra sem hafa farið inn á síðu okkar, í þeim tilgangi að bjóða þeim upp á vörur okkar eða þjónustu.

Mailchimp

Mailchimp er tól sem gerir okkur kleift að senda þér fréttabréf um þjónustu okkar ef við teljum að þú hafir hugsanlega áhuga á því. Einnig gerir Mailchimp okkur kleift að gera markaðsherferðir okkar markvissari, sem eykur líkurnar á að þú fáir tölvupóst sem þú hefur í raun áhuga á.

Nánari upplýsingar um meðhöndlun Mailchimps á persónuupplýsingum er að finna í persónuverndarstefnu þessa þjónustuaðila.

Hubspot

Þessi þjónusta sér okkur fyrir ýmsum tólum í tengslum við markaðssetningu, s.s. sjálfvirka markaðssetningu, stýringu á öflun nýrra viðskiptavina, greiningar á markaðssetningu, persónusniðinn tölvupóst o.fl.

Nánari upplýsingar um meðhöndlun Hubspots á persónuupplýsingum er að finna í persónuverndarstefnu eða samningi um gagnavinnslu fyrir þessa þjónustu.

Facebook Ads

Þessi þjónusta gerir okkur kleift að birta auglýsingar á samfélagsmiðlinum Facebook og í forritum samstarfsaðila Facebook (s.s. Messenger eða Instagram). Facebook Ads virkar þannig að það sýnir fólki auglýsingar sem samsvara stillingum okkar fyrir viðkomandi markhóp. Til dæmis getum við valið staðinn sem markhópurinn er á, kyn eða menntun, áhugamál, fyrri hegðun á Facebook (t.d. ef einhver hefur skoðað greinar í tengslum við störf og ráðningar) eða valið þá sem skoða Facebook-prófíl okkar. Ef forsendurnar sem við tilgreinum passa við þig sýnum við þér auglýsingu á vörum okkar eða þjónustu, enda er þá metið líklegt að þú hafir áhuga á þeim.

Nánari upplýsingar um hvernig Facebook Ads virkar er að finna á upplýsingasíðu Facebook Ads.

Facebook Pixel

Þessi þjónustuviðbót gerir okkur kleift að birta auglýsingar á Facebook eftir virkni notenda á vefsíðunni okkar.

Nánari upplýsingar um Pixel má finna á upplýsingasíðu viðbótarinnar.

Facebook Custom Audiences

Þessi þjónustuviðbót gerir okkur kleift að birta auglýsingar á Facebook eftir virkni notenda á vefsíðunni okkar.

Nánari upplýsingar um Custom Audiences má finna á upplýsingasíðu viðbótarinnar.

Google AdWords Remarketing

Þessi þjónusta gerir okkur kleift að birta textaauglýsingar og vefborða í leitar- og birtingakerfi Google eftir virkni notenda á vefsíðunni okkar.

Nánari upplýsingar um Google AdWords má finna á vefsvæði þjónustunnar.