

Þjónustufulltrúi - Framtíðarstarf á Akureyri
Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í þjónustu- og afgreiðslustörf hjá Bílaleigu Akureyrar á starfsstöð okkar á Tryggvabraut 12, Akureyri.
Þínar þarfir - Okkar þjónusta er okkar slagorð og því leitum við eftir einstaklingi með framúrskarandi þjónustulund.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í þjónustu og afgreiðslu þar sem enginn dagur er eins. Tilvalið starf fyrir þá sem elska að vinna með fólki og bjóða upp á framúrskarandi þjónustu.
Vinnutími er kl. 8:00-17:00 virka daga og sjötta hver helgi.
- Móttaka og þjónusta við viðskiptavini
- Útleiga og móttaka á bílum
- Upplýsingagjöf, sala og ráðgjöf til viðskiptavina
- Ferjanir á bílum
- Fjölbreytt tilfallandi verkefni sem tengjast daglegum rekstri
- Rík þjónustulund og jákvætt viðmót
- Góðir samskiptahæfileikar
- Góð almenn tölvukunnátta
- Bílpróf, réttindi á beinskipta bíla skilyrði
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Höldur ehf. var stofnað árið 1974 og rekur Bílaleigu Akureyrar, stærstu bílaleigu landsins með um 8.000 bíla flota. Bílafloti leigunnar er bæði stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið leiðandi í kaupum á umhverfisvænum bílum.
Höldur kappkostar að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. Með áherslu á gleði, jafnrétti, gott starfsumhverfi, starfsþróun og góða fyrirtækjamenningu er skapaður eftirsóknarverður vinnustaður.













