Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur

Verkstjóri í iðnaði – ábyrgð og verksvið

Hlutverk verkstjóra í iðnaði eru margvísleg og ýmiskonar ábyrgð og skyldur sem hvíla á þeim. Þetta námskeið er hagnýtt námskeið fyrir þá sem vilja styrkja sig og eflast í starfi verkstjórans.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað verkstjórum, nýjum stjórnendum og öllum þeim sem sinna daglegri stjórn og skipulagi starfsfólks á vinnustað.

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að efla faglega hæfni verkstjóra í leiðtogahlutverkinu og stjórnun. Þátttakendur öðlast betri skilning á ábyrgð sinni og hvernig hægt sé að styðja við og leiða teymi.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Stjórnandahlutverkið – sjálfsþekking, gildi og ábyrgð
  • Hlutverk, ábyrgð og réttindi verkstjóra og starfsmanna
  • Mannauðsstjórnun og jafningjastjórnun
  • Samskipti og leiðtogafærni (virk hlustun, 360° samskipti)
  • Öryggis- og vinnuvernd á vinnustað
  • Gæðastjórnun og umhverfismál

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkingu á eigin styrkleikum, gildum og stjórnunarstíl
  • Skilning á mikilvægi ábyrgðar og skyldum verkstjóra gagnvart starfsfólki og rekstri
  • Þekkingu á aðferðum til að takast á við jafningjastjórnun og byggja upp jákvæða teymismenningu
  • Þekkingu og færni í virkum samskiptum og veitt uppbyggjandi endurgjöf
  • Skilning á hlutverki sínu í vinnuverndar- og öryggismálum til að stuðla að sterkri öryggismenningu á vinnustað
  • Skilning á hugmyndum gæðastjórnunar og umhverfisvitundar til að draga úr sóun og auka skilvirkni.
Rozpoczyna się
4. Nov 2025
Rodzaj
Na miejscu
Podziel się
Wyślij do Messengera
Podziel się z innymi
Skopiuj link
Kategorie