

Lestur og greining ársreikninga - fjarnám
Námskeiðið Lestur og greining ársreikninga er stutt námskeið sem kennt er í fjarnámi, þar sem farið er yfir í stuttu og einföldu máli hvað ársreikningar fyrirtækja eru, hvernig þeir eru uppbyggðir og hvaða upplýsingar þeir geyma. Gerð verður greining á rekstri og fjárhag fyrirtækja með fjárhagskennitölum. Tekin verða raundæmi úr ársreikningum íslenskra félaga og hvað þessir reikningar segja okkur og hvað þeir segja okkur ekki.
Markmið námskeiðisins er að þátttakendur geti:
- Lesið ársreikning og gert sér grein fyrir stöðu félags og árangri í rekstri
- Borið saman félög og greint hvenær félög eru ekki sambærileg
- Gert sálfstætt mat á ársreikningum, kunni að lesa þá og skýra innihald þeirra
- Reiknað helstu kennitölur og fjárhagsupplýsingar
- Túlkað og lagt mat á innihald ársreiknings hvað varðar rekstur og efnahag
Námskeiðið er kennt í fjarnámi og fer fram á Teams. Kennt er í tvö skipti, dagana 11. og 13. nóvember frá kl. 17:00-19:00.
Kennari námskeiðsins er Jón Snorri Snorrason, prófessor við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.
Umsóknarfrestur er til 6. nóvember 2025
Einnig hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]