Rafmennt
Rafmennt
Rafmennt

ARDUINO

Áfangaheiti: STÝR16PIC

Á þessu námskeiði er farið yfir uppbyggingu og virkni ARDUINO örgjörva, forritun og tengingu. Hönnuð er stýring fyrir
RGB LED, DIMMER, hraðastýring fyrir dc og stepper mótor. Tenging Arduino við skynjara og rofa. Nemendur kynnast uppbyggingu Arduino forrita og kynnast mismunandi forritunaraðferðum, t.d. kóðaforritun, blokkforritun, Ladder og gervigreind. Skoðuð er hagnýting Arduino örgjörva á ýmsum sviðum í iðnaði og nýsköpun.
 
Markmið
Að loknu námskeiði mun þátttakandi vera með grunnþekkingu á ARDUINO umhverfinu og færni við að hanna stýringar,
lesa af skynjurum og setja upp sjálfvirkni og viðbrögð við ýmsum breytum í umhverfinu. Þátttakendur munu öðlast færni
í að nota búnaðinn fyrir ný- og listsköpun, iðnað, í leik og starfi.
 
Fyrir hverja
Námskeiðið hentar fyrir þau sem hafa áhuga á rafeindatækni, forritun, nýsköpun, hönnun, listsköpun og
þeim sem vilja öðlast nýja þekkingu á notkun smátölva í alls kyns verkefni og lausnir.
Rozpoczyna się
10. Feb 2026
Rodzaj
Na miejscu
Czas trwania
4 razy
Cena
54 000 kr.
Podziel się
Wyślij do Messengera
Podziel się z innymi
Skopiuj link
Kategorie