Akademias
Akademias
Akademias

Google Ads

Námskeiðið er metnaðarfyllsta Google Ads námskeið sem hefur verið í boði á Íslandi. Leiðbeinandinn, Haukur Jarl, starfar hjá Pipar sem fékk nýlega 11 tilnefningar á European Search Awards.

Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið kennir þér að nota Google til að ná til mismunandi markhópa og skipuleggja, mæla og besta Google Ads herferðir.
Fjallað er um leitarorðagreiningu (með íslensku!), vefgreiningu og mælingar, hvernig má; stytta leiðir, setja upp herferðir, ná til markhópa með mismunandi boðleiðum og búa til herferðir til endurmarkaðssetningar. Farið er yfir mismunandi auglýsingasnið, algeng mistök sem ber að varast, sjálfvirkni og handvirkni, lykilmælikvarða og bestun herferða.
Farið er yfir eftirfarandi herferðir:
Display-, Search-, Youtube- og App-herferðir.

Í námskeiðinu er einnig fjallað um uppsetningu lykilmælikvarða með Google Tag Manager, leitorðaorða- og DSA-herferðir á Google leit og „REACH vs. remarketing“ heimspekina og uppsetningu hennar. Einnig app-auglýsingar og uppsetningu, stillingar og „ad extensions”, sjálfvirkni herferða og hvernig má nota þær, auk mikilvægis markmiðasetningar og greiningar.

Þáttakendur læra á eftirfarandi tól:
Google Analytics, Google Ads, Google Ads Editor og Google Tag Manager.
Í lok námskeiðsins hafa þátttakendur sjálfir búið til herferðir sem eru tilbúnar að fara í loftið.
 
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla sem koma að markaðsmálum og vilja ná til markhópa með áhrifaríkum hætti.  
 


Námskaflar og tími:
 • Inngangur - 7 mínútur
 • Rakningar - 23 mínútur
 • Google Analytics - 5 mínútur
 • Google Ads Editor - 4 mínútur
 • Leitarorðagreining 1 - 15 mínútur
 • Leitarorðagreining 2 - 18 mínútur
 • Leit (Almennt & QS) - 12 mínútur
 • Leit 1 - 19 mínútur
 • Leit 2 - 18 mínútur
 • Leitarauglýsingar - 25 mínútur
 • DSA - 14 mínútur
 • YouTube og Display (miðlun) - 7 mínútur
 • YouTube og Display (gerðir herferða) - 24 mínútur
 • Display-herferðir - 21 mínútur
 • Örstutt um App - 9 mínútur
 • Ad extension - 11 mínútur
 • Campaign settings - 12 mínútur
 • KPIs og Measurement - 10 mínútur
 • Automation - 20 mínútur
 • Bestun herferða - 15 mínútur
 • Niðurlag - 2 mínútur
Heildarlengd:
291 mínútur

Textun í boði:
Íslenska

Leiðbeinandi:

Haukur Jarl Kristjánsson

Haukur Jarl Kristjánsson býr yfir mikilli reynslu af markaðssetningu á netinu en hann hefur unnið við leitarvélamarkaðssetningu í 12 ár, með áherslu á Google Ads. Í dag vinnur hann hjá The Engine, sem er hluti af Pipar/TBWA, með starfsheitið Performance Marketing Director. Haukur Jarl hefur komið að uppsetningu og bestun á yfir hundrað Google Ads herferðum á yfir 15 tungumálum. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, svo sem verðlauna fyrir; bestu PPC herferðina á European Search Awards, árangursríkustu notkun tækni í leitarherferð á The Drum Search Awards, bestu stafrænu markaðsherferðina á Íslandi á SEMrush Nordic Awards og bestu alþjóðlegu PPC herferðina á Global Marketing Awards.
Tegund
Fjarnám
Verð
24.000 kr.
Fáðu 10% afslátt af námskeiðinu. Smelltu á hnappinn hér að neðan og sláðu inn afsláttarkóðann við greiðslu: Alfred
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar