Heillandi hugur - Fræðslu og heilsusetur
Heillandi hugur - Fræðslu og heilsusetur
Heillandi hugur - Fræðslu og heilsusetur

Streitustjórnun og seigluþjálfun

Stress management and resiliency training (SMART) ™
Þetta námskeið kennir fólki að draga úr streitu og streitueinkennum, ná meiri stjórn á viðbrögðum líkamans við streitu og langvarandi álagi, draga úr sjúkdómseinkennum og efla lífsgæði og vellíðan. Kenndar eru aðferðir til að efla innri styrk og seiglu en seigla er hæfileiki til að viðhalda heilbrigðu og stöðugu andlegu og líkamlegu ástandi í gegnum álag og streitu. Hægt er að þjálfa upp þennan eiginleika með ýmsum aðferðum.

Námskeiðið byggir á tengingu huga og líkama (Mind – Body Medicine) og stutt af læknisfræðilegum rannsóknum frá Harvard Medical School og Benson-Henry Institute. Mind-Body Medicine hugmyndafræðin byggir á því að venjur, hugsanir, tilfinningar. hegðun og samskipti eru talin hafa mikil áhrif á líkamlega heilsu og sömuleiðis hefur líkamleg heilsa áhrif á hugann og andlega heilsu. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif á hina ýmsu sjúkdóma og ástand sem tengjast streitu og streitutengdum sjúkdómum.

Við vitum að 60-90% af heimsóknum til heimilislækna eru vegna sjúkdóma sem tengjast streitu. Við vitum líka að mind-body medicine er oftast árangursríkasta meðferðin til að meðhöndla streitu eða koma í veg fyrir að streita fái að þróast í sjúklegt ástand.

Hvort sem fólk hefur verið greint með sjúkdóma, finnur fyrir langvarandi streitu- eða sjúkdómseinkennum eða vill einfaldlega draga úr streitu og auka lífsgæði sín, þá gæti þetta námskeið hentað.

Hefst
19. apríl 2023
Tegund
Staðnám
Tímalengd
8 skipti
Verð
82.000 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.