AUGLÝSING. ÚRVINNSLA. RÁÐNING.

Öflug lausn til að auglýsa eftir starfsfólki og vinna úr umsóknum.


Alfreð býður upp á aukabirtingar á Vísi

Nú gefst viðskiptavinum Alfreðs tækifæri á að kaupa aukabirtingar á auglýsingum sínum sem birtast þá einnig inni á atvinnuvef Vísis. Þetta er ný þjónusta sem ætluð er til að gefa færi á að auka sýnileika auglýsingar ef þess er óskað.

Vísir.is er einn stærsti fréttamiðill Íslands með yfir 2 milljónir heimsókna í hverri viku. Næst þegar þú auglýsir í Alfreð þá ættirðu að sjá þennan valmöguleika en við bjóðum viðskiptavinum okkar að prófa þessa auglýsingabirtingu án endurgjalds í tvígang til 31. júlí 2019.

Einfalt og notendavænt auglýsingakerfi

Það er fljótlegt og einfalt að stofna atvinnuauglýsingar í Alfreð. Yfir 50 þúsund Íslendingar eru með skráða starfsvakt í Alfreð og fá tilkynningu í símann sinn um leið og starf sem hentar þeim birtist.

Með einum smelli getur þú endurnýtt auglýsingar.

Verð: 35 kr. (án vsk) fyrir hvern af fyrstu 1.250 notendum sem opna auglýsingu. Hámarksverð per auglýsingu: 43.750 kr. (án vsk).

Tímasparnaður við úrvinnslu umsókna

Ráðningarkerfi Alfreðs býður upp á nýja og einstaklega tímasparandi leið til að vinna úr umsóknum. Með því að nýta svokallaða Kanban aðferð til að draga umsækjendur á milli dálka færðu frábæra yfirsýn yfir stöðuna á ráðningunni.

Verð: 0 kr. Ráðningarkerfi Alfreðs fylgir með auglýsingum án viðbótarkostnaðar.

Samskipti

Þú getur verið í beinu sambandi við umsækjendur hvenær sem er í ráðningarferlinu. Umsækjendur geta svarað úr Alfreð appinu eða á alfred.is.

Viðtalsboð

Þegar þú hefur fundið hæfa umsækjendur er ekkert mál að senda þeim boð í starfsviðtal. Umsækjandi getur óskað eftir að fá nýjan tíma ef hann kemst ekki á þeim tíma sem honum er boðið.

Þakkarbréf

Að senda persónulegt þakkarbréf á hvern einasta umsækjanda kann að hljóma tímafrekt. Ekki í Alfreð. Með einum smelli sendir þú persónulegt þakkarbréf á alla umsækjendur.

Ný bylting í ráðningarferlinu: Vídeóviðtöl

Þú sendir spurningar á umsækjendur sem taka upp svörin sín í svokölluðu Vídeóviðtali. Þú rennir svo yfir svörin á þínum tíma og býður álitlegustu umsækjendunum í starfsviðtal. Þetta mun spara þér mikinn tíma!

Verð: 16.900 kr. (án vsk) fyrir hverja auglýsingu. Ótakmarkaður fjöldi viðtala innifalinn í verði.

KOSTIR VÍDEÓVIÐTALA

  • 1 Þið farið yfir viðtölin þegar ykkur hentar.
  • 2 Umsækjandinn getur tekið viðtalið þegar honum hentar, innan tilsetts skilafrests. Annað hvort í appinu eða á alfred.is.
  • 3 Þú getur gefið fleiri umsækjendum tækifæri á að sýna sig og sanna. Ferilskráin segir ekki allt.
  • 4 Notaðu vídeóviðtölin til að sía frá umsækjendur og taka þ.a.l. færri starfsviðtöl en áður.

Hvað segja viðskiptavinir okkar?

Við hjá Nova erum að nota Alfreð ráðningarkerfið og gefum því okkar bestu einkunn. Kerfið er mjög notendavænt bæði fyrir umsækjendur og fyrirtæki. Fyrir okkur er einföld og þægileg framsetning mikilvæg en Alfreð nær því einstaklega vel og sparar okkur mikinn tíma í ráðningarferlinu.

Björn Másson

Verkefnastjóri

Með Alfreð hefur okkur tekist að stytta ráðningarferlið verulega og kunnum vel að meta hraðann, yfirsýnina og skipulagið sem honum fylgir. Það tekur okkur nokkrar mínútur að semja og birta auglýsingu, umsóknir byrja strax að berast og við getum samstundis byrjað að vinna úr þeim.

Sæunn Marinósdóttir

Rekstrarstjóri

Alfreð hefur ekki aðeins gert okkur kleift að ná augum og eyrum atvinnuleitenda mun betur en áður heldur einnig að taka á móti miklum fjölda atvinnuumsókna og fara yfir þær á skipulagðan og afar skilvirkan hátt. Alfreð hefur hjálpað okkur að finna það starfsfólk sem við höfum leitað að.

Sveinn Tryggvason

Framkvæmdastjóri

Alfreð er í raun fyrsta íslenska tækið sem sameinar fyrirtæki við fólk í atvinnuleit á mjög einfaldan og aðgengilegan hátt. Við mælum hiklaust með Alfreð.

Kristjana Milla Snorradóttir

Verkefnastjóri á mannauðssviði

Einfalt og aðgengilegt kerfi, auðvelt að flokka og vinna úr umsóknum. Hægt að gefa öðrum stjórnendum aðgang sem auðveldar alla úrvinnslu. Mæli með Alfred.is , hefur reynst okkur vel.

Helga Þóra Árnadóttir

Starfsmannastjóri

Þegar allt upp í 100 manns sækja um þá sparast margra klukkutíma vinna. Að geta flokkað á svona auðveldan hátt, boðað i viðtöl og hafnað svo með einum pósti á einni og sömu síðunni er snilld.

Hrefna Lovísa Hrafnkellsdóttir

Mannauðsstjóri

Einföld og sanngjörn verðskrá

AUGLÝSINGAR

35 kr.

fyrir hvern af fyrstu 1.250 notendum sem opna auglýsingu


0 kr.

fyrir alla notendur eftir það


Hámarksverð: 43.750 kr.
Öll verð eru án vsk.

UMSÓKNIR

0 kr.

Það kostar ekkert aukalega að taka á móti umsóknum með ráðningarkerfi Alfreðs.


Ótakmarkaður fjöldi umsókna
Ótakmarkaður fjöldi notenda


ATH!
Vídeóviðtöl eru ekki innifalin.

Nýtt

VÍDEÓVIÐTÖL

16.900 kr.

fyrir hverja auglýsingu.Ótakmarkaður fjöldi vídeóviðtala innifalinn í verði.Öll verð eru án vsk.

Bústa auglýsingu

4.900 kr.

Með því að bústa auglýsingu þá færist hún efst í Alfreð appið og á vefinn.

Einnig verður send ný tilkynning á alla vaktara sem hafa
ekki enn skoðað auglýsinguna.


4.900 kr.

Verð eru án vsk.

14.900 kr.

Auglýsingin þín í Alfreð verður einnig birt á atvinnuvef Vísis.
Vísir er einn stærsti netmiðill Íslands.


14.900 kr.

Verð eru án vsk.

Vertu í sambandi