Hvað eru vídeóviðtöl?

Þú sendir spurningar á umsækjendur sem taka upp svörin sín í svokölluðu Vídeóviðtali. Þú rennir svo yfir svörin á þínum tíma og býður álitlegustu umsækjendunum í starfsviðtal. Þetta mun spara þér mikinn tíma!KOSTIR VÍDEÓVIÐTALA

  • 1 Þið farið yfir viðtölin þegar ykkur hentar.
  • 2 Umsækjandinn getur tekið viðtalið þegar honum hentar, innan tilsetts skilafrests. Annað hvort í appinu eða á alfred.is
  • 3 Þú getur gefið fleiri umsækjendum tækifæri á að sýna sig og sanna. Ferilskráin segir ekki allt.
  • 4 Notaðu Vídeóviðtölin til að sía frá umsækjendur og taka þ.a.l. færri starfsviðtöl en áður.

Hvernig býð ég umsækjendum í vídeóviðtöl?

Þú getur boðið öllum umsækjendum sem eru í KANNSKI og VIÐTALS dálkum úrvinnsluborðsins í vídeóviðtöl með því að velja punktana þrjá í hægra horni dálksins og síðan Bjóða í vídeóviðtal.

Þú getur líka boðið einstaka notendum í vídeóviðtal á sama hátt og boðið er í venjulegt starfsviðtal. Þá opnar þú umsókn þess sem þú vilt bjóða og smellir á Bjóða í vídeóviðtal.


Hvernig skoða ég vídeóviðtöl?

Þegar þú hefur boðið umsækjendum í vídeóviðtöl breytist þessi kynningarsíða í yfirlitsíðu yfir öll vídeóviðtölin. Hægt er að gefa umsækjendum einkunnir og reiknast þá út meðaleinkunn ef 2 eða fleiri notendur gefa umsækjendum einkunnir.

Þú getur líka skoðað vídeóviðtal einstaka umsækjenda með því að opna umsóknir þeirra.

HVAÐ KOSTA VÍDEÓVIÐTÖL?

Það kostar 16.900 kr. (án vsk) að virkja vídeóviðtalslausnina fyrir hverja auglýsingu. Þegar hún hefur verið virkjuð þá geturðu sent ótakmarkaðan fjölda af vídeóviðtölum á umsækjendurna sem sóttu um starfið.