Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Verkefnisstjórar á skrifstofu Sálfræðideildar

Laus eru til umsóknar tvö full störf verkefnisstjóra á skrifstofu Sálfræðideildar Háskóla Íslands.

Um er að ræða störf sem einkum snúa að verkefnum og þjónustu við starfsfólk og nemendur í grunn- og framhaldsnám deildarinnar.

Í tengslum við byggingu nýs húss Heilbrigðisvísindasviðs sem áætlað er að verði tilbúið árið 2029 stendur yfir vinna við endurskipulagning á stoðþjónustu Heilbrigðisvísindasviðs og því gætu verkefni í umræddu starfi tekið breytingum í takt við þær áherslur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg verkefni á deildarskrifstofu, s.s. upplýsingagjöf, afgreiðsla erinda, skjalavarsla og almenn þjónusta við nemendur og kennara

  • Verkefni í tengslum við nám í deildinni, t.d. móttaka og afgreiðsla umsókna um nám, eftirlit með námsframvindu, stofubókanir, vinna við kennsluskrá og skipulag starfsnáms

  • Undirbúningur fyrir fundi kennslunefnda, ritun fundargerða og eftirfylgni mála

  • Undirbúningur fyrir brautskráningu

  • Upplýsingamiðlun á vefsíðu og/eða samfélagsmiðlum

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. á sviði félagsfræði, sálfræði eða menntavísinda

  • Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur

  • Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund

  • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði

  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi

  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

Advertisement published14. November 2025
Application deadline24. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Sæmundargata 12, 102 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags