
Fangelsismálastofnun ríkisins
Fangelsismálastofnun rekur fjögur fangelsi, Fangelsin Hólmsheiði og Litla-Hrauni sem eru lokuð fangelsi og Fangelsin Sogni og Kvíabryggju sem eru opin fangelsi.
Sviðsstjóri meðferðarsviðs hjá Fangelsismálastofnun ríkisins
Fangelsismálastofnun fer með yfirstjórn fangelsismála og tryggir örugga og faglega fullnustu refsinga í samræmi við lög nr. 15/2016.
Leitað er að framsýnum og lausnarmiðuðum stjórnanda til að leiða faglegt teymi á meðferðarsviði stofnunarinnar.
Á sviðinu starfa sálfræðingar, félagsráðgjafar og vímuefnaráðgjafar í nánu samstarfi við starfsfólk fangelsa og heilbrigðisstarfsfólk. Lögð er áhersla á þverfaglega teymisvinnu, vellíðan í starfi og jákvæð viðhorf til skjólstæðinga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða faglegt starf og daglega stjórnun meðferðarsviðs
- Þróa og innleiða gagnreynd meðferðarúrræði sem styðja við stigskipta losun
- Tryggja góða upplýsingamiðlun, skráningu og eftirfylgni
- Taka þátt í stefnumótun og þróun stofnunarinnar
- Stuðla að árangursríku samstarfi innan og utan stofnunar
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun og reynsla
- Meistaragráða í sálfræði eða félagsráðgjöf og íslenskt starfsleyfi
- Reynsla af stjórnunar- eða teymisstjórnunarhlutverki
- Þekking á réttarfélagsráðgjöf/réttarsálfræði, meðferð, endurhæfingu er kostur
- Góð hæfni í stefnumótun, skipulagi og forgangsröðun
- Þekking á stjórnsýslu ríkisins, lögum um fullnustu refsinga og málefnum dómþola æskileg.
- Reynsla af vinnu með jaðarsettum hópum
- Ástríða fyrir þróun úrræða sem styðja við endurhæfingu og samfélagslega aðlögun skjólstæðinga
- Þekking á áhættumati, hugrænni atferlismeðferð, hvatningsviðtalstækni (MI) og áfallamiðaðri nálgun er æskileg
Persónueiginleikar
- Virðing fyrir fjölbreytileika, mannréttindum og jafnræði
- Framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að byggja upp traust og samvinnu milli starfsfólks og samstarfsaðila
- Leiðtogahæfni sem byggir á sanngirni, hlýju og nærgætni
- Góð færni í að veita endurgjöf, stuðning og hvatningu til starfsfólks
- Geta til að leiða faglegt starf og styðja starfsfólk í krefjandi umhverfi
- Góð tölvufærni, íslensku- og enskukunnátta
Advertisement published13. November 2025
Application deadline25. November 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Austurströnd 5, 170 Seltjarnarnes
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Verkefnastjóri með ábyrgð á velferðarúrræðum - Þjónusta og úrræði
Hafnarfjarðarbær

Vinnuverndarfulltrúi
Landspítali

Félagsráðgjafi á heilsugæslu HSU, Selfossi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Lágafellsskóli - Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi
Lágafellsskóli

Sálfræðingur í geðheilsuteymi - starf án staðsetningar
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Atferlisfræðingur/sérkennsla í Ægisborg
Leikskólinn Ægisborg

Við leitum að sálfræðing
Vinnuvernd ehf.

Sálfræðingur fullorðinna á HVE
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Ráðgjafi VIRK á Akureyri
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Sálfræðingur í verktöku
Auðnast

Starfsfólk óskast í dagvinnu í búsetuúrræði
Hrafnkatla – fjölskylduheimili og búsetuúrræði

Yfirfélagsráðgjafi fjölskyldu- og félagsþjónustu
Sveitarfélagið Hornafjörður