Fangelsismálastofnun ríkisins
Fangelsismálastofnun ríkisins

Sviðsstjóri meðferðarsviðs hjá Fangelsismálastofnun ríkisins

Fangelsismálastofnun fer með yfirstjórn fangelsismála og tryggir örugga og faglega fullnustu refsinga í samræmi við lög nr. 15/2016.

Leitað er að framsýnum og lausnarmiðuðum stjórnanda til að leiða faglegt teymi á meðferðarsviði stofnunarinnar.

Á sviðinu starfa sálfræðingar, félagsráðgjafar og vímuefnaráðgjafar í nánu samstarfi við starfsfólk fangelsa og heilbrigðisstarfsfólk. Lögð er áhersla á þverfaglega teymisvinnu, vellíðan í starfi og jákvæð viðhorf til skjólstæðinga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiða faglegt starf og daglega stjórnun meðferðarsviðs
  • Þróa og innleiða gagnreynd meðferðarúrræði sem styðja við stigskipta losun
  • Tryggja góða upplýsingamiðlun, skráningu og eftirfylgni
  • Taka þátt í stefnumótun og þróun stofnunarinnar
  • Stuðla að árangursríku samstarfi innan og utan stofnunar
Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun og reynsla

  • Meistaragráða í sálfræði eða félagsráðgjöf og íslenskt starfsleyfi
  • Reynsla af stjórnunar- eða teymisstjórnunarhlutverki
  • Þekking á réttarfélagsráðgjöf/réttarsálfræði, meðferð, endurhæfingu er kostur
  • Góð hæfni í stefnumótun, skipulagi og forgangsröðun
  • Þekking á stjórnsýslu ríkisins, lögum um fullnustu refsinga og málefnum dómþola æskileg.
  • Reynsla af vinnu með jaðarsettum hópum
  • Ástríða fyrir þróun úrræða sem styðja við endurhæfingu og samfélagslega aðlögun skjólstæðinga
  • Þekking á áhættumati, hugrænni atferlismeðferð, hvatningsviðtalstækni (MI) og áfallamiðaðri nálgun er æskileg

Persónueiginleikar

  • Virðing fyrir fjölbreytileika, mannréttindum og jafnræði
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að byggja upp traust og samvinnu milli starfsfólks og samstarfsaðila
  • Leiðtogahæfni sem byggir á sanngirni, hlýju og nærgætni
  • Góð færni í að veita endurgjöf, stuðning og hvatningu til starfsfólks
  • Geta til að leiða faglegt starf og styðja starfsfólk í krefjandi umhverfi
  • Góð tölvufærni, íslensku- og enskukunnátta
Advertisement published13. November 2025
Application deadline25. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Austurströnd 5, 170 Seltjarnarnes
Type of work
Professions
Job Tags