

Sviðsstjóri mannauðsmála
Náttúruverndarstofnun óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling í starf sviðsstjóra mannauðsmála. Sviðstjóri vinnur náið með forstjóra og öðrum stjórnendum stofnunarinnar. Þrír starfsmenn starfa á mannauðssviði og er mannauðsstjóri hluti af stjórnendateymi stofnunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt starf sem hentar einstaklega vel þeim sem brennur fyrir verndun náttúrunnar og hefur reynslu á sviði mannauðsmála.
Höfuðstöðvar Náttúruverndarstofnunar eru á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra og gert er ráð fyrir að þar verði megin starfsstöð mannauðsstjóra. Starfsstöðvar stofnunarinnar eru 15 víðsvegar um landið og felur starfið því í sér hreyfanleika milli starfsstöðva.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Leiðir þróun, innleiðingu og framkvæmd mannauðsstefnu í samræmi við stefnu og markmið stofnunarinnar
- Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur í mannauðstengdum málum
- Ábyrgð á þróun, innleiðingu og umbótum í mannauðsferlum
- Ábyrgð á ráðningarferli, móttöku og þjálfun nýliða, tilfærslum í starfi og starfslokum
- Ábyrgð á starfsþróun, fræðslu og viðburðum í tengslum við mannauðsmál
- Ábyrgð á launastefnu, framkvæmd kjara- og stofnanasamninga, launavinnslu og jafnlaunavottun
- Ábyrgð á vinnuvernd og ferlum sem stuðla að heilbrigðu og öruggu starfsumhverfi
- Ábyrgð á framkvæmd starfsmannakannana, mannauðsmælingum og greiningu gagna til ákvarðanatöku
- Þátttaka í stefnumótun stofnunarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. á sviði mannauðsstjórnunar, vinnusálfræði, viðskiptafræði eða stjórnunar. Framhaldsmenntun er kostur.
- Reynsla af mannauðsstjórnun og stefnumótun
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
- Þekking á kjarasamningum, vinnurétti og gerð stofnanasamninga er æskileg
- Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Leiðtogahæfni, yfirsýn og árangursmiðað viðhorf
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og færni í að byggja upp traust og jákvæð samskipti
- Greiningarhæfni og skipulagsfærni
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Færni í notkun mannauðskerfa og góð almenn tölvufærni
Um Náttúruverndarstofnun:
Náttúruverndarstofnun er ný stofnun í þróun. Stofnunin hefur víðtækt hlutverk í náttúruvernd, vernd þjóðgarða og friðlýstra svæða ásamt veiðistjórnun.
Rangárþing eystra er sveitarfélag í vexti í um 90 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarssvæðinu. Á Hvolsvelli er góð þjónusta og einstakar náttúruperlur í bakgarðinum.
Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Um er að ræða fullt starf og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225.
Icelandic
English


