
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.
VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði.
VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru Fagmennska, Virðing og Metnaður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.

Sviðsstjóri mannauðsmála
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður óskar eftir að ráða öflugan og framsýnan einstakling í starf sviðsstjóra mannauðsmála. Viðkomandi mun koma til með að leiða þróun og framkvæmd mannauðsmála hjá VIRK ásamt því að styðja við stjórnendur og starfsfólk. Mikilvægt hlutverk sviðsstjóra mannauðsmála er einnig að efla liðsheild og samstarf ásamt því að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri vinnustaðamenningu þannig að VIRK sé ávallt eftirsóknarverður vinnustaður. Mannauðsstjóri VIRK heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn VIRK.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun mannauðsmála, ráðgjöf, fræðsla og stuðningur við stjórnendur
- Stefnumótun og umbótastarf í mannauðsmálum
- Ábyrgð á ráðningum og móttöku nýliða í samstarfi við stjórnendur
- Starfsþróun og þátttaka í fræðslustarfi
- Þróun árangursmælikvarða og gæðastjórnun
- Umsjón og ábyrgð á jafnlaunakerfi og jafnlaunavottun
- Skýrslugerð og upplýsingagjöf til forstjóra og stjórnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
- Reynsla af stefnumótun og stjórnun mannauðsmála
- Reynsla af fræðslu- og starfsþróunarmálum er æskileg
- Þekking á jafnlaunavottun, kjarasamningum og vinnurétti er æskileg
- Framúrskarandi samskiptafærni, jákvætt viðmót og tilfinningagreind
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
- Mjög góð stafræn hæfni
Advertisement published11. November 2025
Application deadline26. November 2025
Language skills
EnglishRequired
IcelandicRequired
Location
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
DriveProfessionalismHuman resourcesHuman relationsHiringPersonnel administration
Professions
Job Tags
Other jobs (3)

