
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar sér um og ber ábyrgð á rekstri starfsstöðva sem þjónusta fatlað fólk og eldra fólk auk þess að styrkja og styðja forstöðumenn starfsstöðva í störfum sínum. Skrifstofa stafstöðva og þróunar ber einnig ábyrgð á innra eftirliti með starfsemi starfsstöðvanna, framkvæmd nauðsynlegra breytinga í þjónustunni og þróun nýrra úrræða. Skrifstofan er tengiliður velferðarsviðs við:
- Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna framlaga í málaflokki fatlaðs fólks.
- Sjúkratryggingar Íslands vegna samninga um hjúkrunarrými og dagdvalir.
- Þau ráðuneyti sem málaflokkar fatlaðs fólks og eldra fólks falla undir hverju sinni.
Þjónustan sem veitt er gegnum skrifstofu starfsstöðva og þróunar miðast við einstaklingsbundnar þarfir og aðstæður viðkomandi sem geta verið margskonar:
- Heimili, íbúðakjarnar og stuðningur á eigin heimili fyrir fatlað fólk í samræmi við þarfir þess og óskir.
- Hæfing, starfsþjálfun,vernduð vinna og samfélagshús sem öllum er ætlað að veita þjálfun og stuðning sem miðar að því að auka hæfni þess til starfa og þátttöku í daglegu lífi eða á almennum vinnumarkaði.
- Hjúkrunarsambýli og dagdeild fyrir eldra fólk með heilabilun.
- Félagsstarf eldra fólks sem býður upp á fjölbreytta, skipulagða dagskrá yfir vetrarmánuðina í þremur félagsmiðstöðum bæjarins.

Starfsmaður á heimili fatlaðs fólks
Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir starfsfólki í 70% starf, 18 ára eða eldri, á heimili fatlaðs fólks í Kópavogi. Markmið þjónustu við fatlað fólk hjá Kópavogsbæ er að veita persónulegan stuðning og einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu sem skal tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra íbúa bæjarins.
Á heimilinu er veitt sólarhringsþjónusta þar sem starfsfólk vinnur á breytilegum vöktum og þarf viðkomandi því að geta tekið allar tegundir vakta yfir árið (morgun-, kvöld-, helgar- og næturvaktir). Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember n.k. og unnið á rauðum dögum yfir jólahátíðarnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
- Vera góð fyrirmynd.
- Stuðla að sjálfstæði íbúa.
- Almenn heimilisstörf.
- Samvinna við samstarfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki er kostur.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
- Framtakssemi, frumkvæði og jákvætt viðhorf í starfi.
- Almenn ökuréttindi er kostur.
Fríðindi í starfi
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sundlaugar Kópavogs
Advertisement published7. November 2025
Application deadline17. November 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Aðstoðarfólk í hlutastarf.
MG Þjónustan

Looking for a person with horse experience!
NPA miðstöðin

Starfsfólk í umönnunarstörf í vetur
Sóltún hjúkrunarheimili

Umönnun framtíðarstarf - Laugarás
Hrafnista

Hláturmild listaspíra óskar eftir aðstoð
NPA miðstöðin

Frístundaleiðbeinandi með stuðning
Hrafninn frístundaklúbbur

Umönnun - Sólvangur
Sólvangur hjúkrunarheimili

Teymisstjóri óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsráðgjafi óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Gefandi og skemmtilegt starf í Seiglunni
Seiglan

Teymisstjóri óskast í nýjan íbúðakjarna
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Sjúkraliðar og starfsfólk í aðhlynningu á hjúkrunardeildir - HSN Sauðárkrókur
Heilbrigðisstofnun Norðurlands