

Skólaliði
Í Salaskóla vantar skólaliða til að sinna aðstoð í eldhúsi og matsal, ræstingu o.fl.
Salaskóli tók til starfa haustið 2001 og er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. árgangi. Í Salaskóla eru ríflega 500 nemendur og um 100 starfsmenn. Í skólanum er faglegt og metnaðarfullt starf undir einkunnarorðunum vinátta - virðing - samstarf, þar ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi. Starf skólaliða er þjónustustarf sem m.a. felur í sér aðstoð og frágang í mötuneyti og matsal, ræstingu og þvotti, sem og aðstoð við nemendur og gæslu í opnum rýmum og á skólalóð, fylgd með nemendahópum í íþróttahús og sundlaug, sem og fleiri verkefnum. Ráðning er tímabundin, starfshlutfall getur verið sveigjanlegt og vinnutími ca kl. 10:00-15:30.
- Aðstoð og frágangur í mötuneyti, matsal og kaffistofu skólans, samkvæmt áætlunum og verkefnalýsingum
- Ræsting skólahúsnæðis og þvottur
- Gæsla og stuðningur við nemendur á opnum svæðum skólans og á skólalóð
- Vinna samkvæmt stefnu skólans og gildunum vinátta-virðing-samstarf
- Samstarf við alla aðila skólasamfélagins um hagsmuni nemenda
- Reynsla af starfi með börnum æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi
- Ríkuleg þjónustulund
- Stundvísi og reglusemi
- Vera tilbúin að vinna eftir stefnu skólans og geta tekið leiðsögn
- Frumkvæði og jákvæðni
- Grunnþekking og færni á íslensku talmáli
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.
Icelandic








