Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Sérfræðingur kvensjúkdóma- og fæðingalæknir

Laus er til umsóknar staða sérfræðilæknis í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum við fæðinga- og kvensjúkdómadeild HVE á Akranesi. Starfshlutfall er 89% og er starfið laust og hægt að hefja störf eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða fjölbreytt starf á líflegum vinnustað þar sem boðleiðir eru stuttar og tækifæri til að taka virkan þátt í faglegri þróun, gæðastarfi og öflugri teymisvinnu.

Á fæðinga- og kvensjúkdómadeild starfar samstilltur hópur sérfræðilækna í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu. Fæðingardeild HVE á Akranesi er sú þriðja stærsta á landinu. Veitt er sérhæfð fæðingaþjónusta þar sem konur geta fætt við fullar 37 vikur ef ekki eru fyrirsjáanleg vandamál í fæðingu eða alvarleg heilsufarsleg frávik hjá móður. Aðgangur er að skurðstofum þar sem svæfingalæknar eru á vakt allan sólarhringinn. Svæfingalæknar HVE eru þjálfaðir í meðferð nýbura og starfa í góðri samvinnu við nýburalækna á Vökudeild Landspítala.

Á skurðstofum fer fram öflug starfsemi og eru framkvæmdar mikill fjöldi skurðaðgerða á sviði kvensjúkdóma auk annarra aðgerða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fæðingaþjónusta og mæðravernd
  • Göngudeild kvensjúkdóma, skurðaðgerðir
  • Vaktþjónusta á fæðinga- og kvensjúkdómadeild
  • Þátttaka í gæðastarfi og faglegri þróun
  • Kennsla heilbrigðisstétta og þjálfun sérnámslækna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sérfræðiviðurkenning í kvensjúkdóma- og fæðingalækningum og gilt starfsleyfi frá Embætti landlæknis
  • Góð samskiptahæfni og faglegur metnaður
  • Jákvæðni, lipurð og áreiðanleiki í starfi
  • Æskilegt að hafa góða íslenskukunnáttu
Advertisement published13. November 2025
Application deadline25. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Merkigerði 9, 300 Akranes
Type of work
Professions
Job Tags