Öryggisvörður - vaktavinna hjá öryggisþjónustu Landspítala
Öryggisþjónusta Landspítala vill ráða til starfa sveigjanlegan einstakling við öryggisþjónustu. Um er að ræða fullt starf og er starfið laust frá janúar 2024 eða fyrr og unnið er í vaktavinnu. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og býður upp á lifandi starfsumhverfi og gefandi samstarf. Góð íslenskukunnátta er skilyrði og gerð er krafa um 20 ára lágmarksaldur og bílpróf. Framundan eru spennandi tímar á einingunni þar framþróun og betri þjónusta verður höfð að leiðarljósi með tilliti til öryggismála.
Leitað er eftir jákvæðum, drífandi og lausnamiðuðum einstaklingum með ríka þjónustulund. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli samskiptahæfni og getu til að mæta þörfum ólíkra hópa, hafa auga fyrir umbótum og stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi á fjölþjóðlegum vinnustað.
Megin hlutverk öryggisvarða á Landspítala er að annast öryggis- og vaktþjónustu ásamt öðrum tilfallandi þjónustustörfum. Markmiðið er að tryggja öryggi sjúklinga, starfsfólks og annarra sem erindi eiga á spítalann auk þess að veita góða þjónustu.