
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

Miðjan auglýsir eftir starfsfólki í heimaþjónustu
Miðjan, miðstöð stuðings- og stoðþjónustu óskar eftir starfsfólki í heimaþjónustu.
Markmið þjónustunnar er að veita þeim sem þurfa, aðstoð við daglegar athafnir á borð við:
- Stuðning við heimilishald
- Félagslegan stuðning
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af starfi með öldruðum er kostur
- Stundvísi, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Reglusemi, sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
- Gott vald á íslensku er skilyrði
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri
- Æskilegt að hafa bíl til umráða
Advertisement published10. November 2025
Application deadline24. November 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
PositivityIndependencePunctualTeam work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (11)

Assistant Cook
CCP Games

Hláturmild listaspíra óskar eftir aðstoð
NPA miðstöðin

Störf í ræstingum á Akureyri / Cleaning jobs in Akureyri
Dagar hf.

Starfsmaður í gróðurhús - Hightech greenhouse employee
Hárækt ehf / VAXA

Aðstoðarmaður við húsvörslu – Fimleikafélagið Björk
Fimleikafélagið Björk

Skólaliði og frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Standsetning og þrif / PDI and detailing
Porsche á Íslandi

Fjöllbreytt störf við ræstingar á Akureyri
Hreint ehf

Bílstjóri / Driver
Bus4u Iceland

Newrest - Þrif og uppvask / Cleaning and Dishwashing
NEWREST ICELAND ehf.

Heimilisþrif
Heimilisþrif