
BSRB
Um er að ræða lifandi og skemmtilegan vinnustað sem leggur áherslu á fjölskylduvænt og öruggt vinnuumhverfi. BSRB, Sameyki, Póstmannafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og Styrktarsjóður BSRB eru með skrifstofur í húsnæðinu ásamt ráðgjöfum frá Virk starfsendurhæfingu. Auk skrifstofuaðstöðu eru fundarsalir, mötuneyti og samkomusalur sem nýtast almennt til námskeiða og funda. Að jafnaði starfa hátt í 50 starfsmenn í BSRB-húsinu.
Matráður í BSRB-húsinu – þar sem matur og manneskjur mætast
Hefur þú ástríðu fyrir góðum mat, leggur metnað í þjónustu og nýtur þess að vinna með fólki í hlýju og jákvæðu umhverfi?
Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstakling sem vill verða hluti af samheldnu teymi í eldhúsi og matsal BSRB-hússins.
Leitað er að einstaklingi sem hefur ánægju af því að skapa hlýlegt andrúmsloft og góða upplifun fyrir starfsfólk og gesti með ljúffengum og hollum mat.
Í starfinu felst matargerð í samstarfi við yfirmatráð, undirbúningur og framreiðsla hádegisverðar, ásamt þátttöku í öðrum tilfallandi verkefnum í eldhúsi. Matráður vinnur í samvinnu við yfirmatráð að matreiðslu, gerð matseðla og frágangi. Viðkomandi er staðgengill yfirmatráðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Matreiðsla og undirbúningur rétta.
- Gæðaeftirlit með matvælum.
- Þátttaka í gerð fjölbreyttra og hollra matseðla.
- Frágangur og þrif í eldhúsi.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og kunnátta í matargerð.
- Reynsla af vinnu í eldhúsi, mötuneyti eða sambærilegu starfi.
- Kunnátta í bakstri er kostur.
- Frumkvæði og hugmyndaauðgi í matargerð.
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
- Jákvæðni, þjónustulund og góð samskiptahæfni.
- Hreinlæti, snyrtimennska og ögun í vinnubrögðum.
Advertisement published10. November 2025
Application deadline20. November 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Grettisgata 89, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Assistant Cook
CCP Games

Matráður við leikskólann Eyravellir í Neskaupstað
Fjarðabyggð

Starf í mötuneyti í Hafnarfirði
Matarstund

Mötuneyti - Leikskóli í Hafnarfirði
Matarstund

Laust starf matráðs í móttökueldhúsi á leikskólanum Mánalandi
Leikskólinn Mánaland

Yfirmaður mötuneytis á Litla Hrauni
Fangelsismálastofnun ríkisins

Sushi snillingur! Kokkur & afgreiðsla
UMAMI

Vinna í bakaríum Hagkaupa
Myllan

Starfsmaður í Matvælaframleiðslu
Álfasaga ehf

Leikskólinn Seljakot - mötuneyti
Skólamatur

Vaktstjóri í eldhús með asískri matargerð
5 Spice ehf.

Matreiðslumaður/Chef/Cook
Iceland Parliament hótel