Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Lífeindafræðingur óskast á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða lífeindafræðing í tímabundna afleysingu frá 1. desember 2025 - 1. september 2026.

Um er að ræða 100% stöðu.

HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.

Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fjölbreytt rannsóknavinna í blóðmeinafræði, klínískri lífefnafræði og sýklafræði

  • Blóðtökur á göngudeild rannsóknastofunnar og öðrum deildum stofnunarinnar

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi landlæknis

  • Reynsla af rannsóknarstofuvinnu á heilbrigðisstofnun kostur

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

  • Sjálfstæð vinnubrögð, áreiðanleiki og jákvætt viðhorf

Advertisement published7. November 2025
Application deadline17. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Árvegur 161836, 800 Selfoss
Type of work
Professions
Job Tags