Hjúkrunardeildarstjóri á göngudeild 10E
Við leitum eftir öflugum leiðtoga til að leiða starfsemi göngudeildar 10E á Hringbraut. Hjúkrunardeildarstjóri þarf að búa yfir afburða hæfni í samskiptum og stuðla að teymisvinnu innan deildar, við aðra stjórnendur og samstarfsaðila. Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er kostur en starfið er unnið í nánu samstarfi við forstöðuhjúkrunarfræðing, yfirlækna og annað starfsfólk.
Göngudeild 10E heyrir undir skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu og er opin á dagvinnutíma alla virka daga. Á deildinni eru unnið í sérhæfðum teymismóttökum hjúkrunarfræðinga og er þeim skipt í þrjú teymi, ígræðslu-, kviðarhols- og meltingarteymi. Þá eru sérgreinar lækninga fjölbreyttar en þær eru kviðarhols- og brjóstholsskurðlækningar, meltingar- og nýrnalækningar, auk innskriftar svæfingar. Unnið er markvisst að umbótum og framþróun, en á deildinni starfar öflugur hópur reyndra hjúkrunarfræðinga og einkennist vinnuandinn af samvinnu, metnaði og góðum liðsanda.
Hjúkrunardeildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar, stjórnar daglegum rekstri og er leiðandi um fagleg málefni deildar. Ábyrgðasviðið er þríþætt, þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð. Næsti yfirmaður er forstöðuhjúkrunarfræðingur ferildeilda. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1.febrúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.