Steypustöðin
Steypustöðin
Steypustöðin

Gæðaeftirlitsmaður

Steypustöðin leitar að sterkum og nákvæmum gæðaeftirlitsmanni í fullt starf. Ef þú brennur fyrir gæðamálum og vinnur vel í hóp - þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.

Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Viðkomandi mun fara með eftirlit á gæðum og framleiðslu á forsteyptum einingum og steypu í samræmi við EN staðla og reglugerðir í íslenskum byggingariðnaði. Okkur vantar metnaðarfullan einstakling sem hefur brennandi áhuga á steypuframleiðslu.

Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skoðun á forsteyptum einingum fyrir  og eftir framleiðslu.
  • Skoðun á búnaði fyrir forsteyptar einingar.
  • Aðstoða tæknideild við rýni á framleiðsluteikningum.
  • Rannsaka efniseiningar áður, á meðan og eftir á steypu stendur.
  • Tilkynna ef eitthvað er ekki í samræmi við gæðastaðla.
  • Aðstoða utanaðkomandi aðila við endurskoðun eins og við á.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking og/eða reynsla af gæðamálum.
  • Geta til þess að lesa teikningar.
  • Reynsla úr byggingariðnaði.
  • Sjálfstæði, frumkvæði og jákvætt viðhorf í starfi.
  • Góð kunnátta á ensku eða íslensku. 
  • Góð kunnátta á pólsku er kostur en ekki nauðsyn.
Fríðindi í starfi
  • Námskeið og fræðsla
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Hádegismatur
  • Fjölbreytt verkefni
  • Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
Advertisement published5. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
No specific language requirements
Location
Engjaás 2, 310 Borgarnes
Type of work
Professions
Job Tags