Forstöðumaður Azure Skýjalausna
Origo leitar að leiðtoga sem hefur eldmóð til að leiða áframhaldandi uppbyggingu og vöxt Microsoft Azure skýja- og viðskiptalausna.
Viðkomandi mun leiða teymi sem þróar og innleiðir skýjavegferðir fyrirtækja með áherslu á tæknihögun, öryggi, sjálfvirknivæðingu innviða og DevOps ferla, Power Platform, Dynamics Business Central, Microsoft 365 og rafræn viðskipti.
Azure skýjalausnir er ný skipulagseining innan hugbúnaðarsviðs Origo. Þar munu starfa rúmlega 30 hugbúnaðarsérfræðingar í þróun fjölbreyttra hugbúnaðarlausna, í stafrænni umbreytingu og þjónustu við viðskiptavini.
Hlutverk og ábyrgð:
- Leiða teymi sérfræðinga sem sinna ráðgjöf, breytingastjórnun og útfærslu tæknilausna til árangurs.
- Leiða ráðgjöf og vöruþróun Azure skýjalausna.
- Tryggja framúrskarandi hugbúnaðarþróun, arðsemi og upplifun viðskiptavina.
- Drífa áfram tekjumyndun og samningagerð.
- Viðhalda góðu sambandi við viðskiptavini, samstarfsaðila og aðra hagaðila.
Við leitum að tækniþenkjandi leiðtoga sem býr yfir eftirfarandi hæfni og reynslu:
- Leiðtogahæfni og færni í að móta og innleiða framtíðarsýn, leiða fólk og ferla.
- Umfangsmikil þekking og reynsla á Microsoft Azure skýjalausnum.
- Reynsla af rekstri og samningagerð við fyrirtæki og stofnanir.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Um Origo
Origo er þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækni. Sérhæfing okkar felst í því að skapa og reka örugga innviði og þróa lausnir sem hagræða og einfalda fólki dagleg störf. Betri tækni sem bætir líf fólks. Hjá okkur starfa um 300 manns sem stöðugt þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar, sem eru um þúsund talsins.
Umsóknarfrestur er til og með 2. desember nk.
Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Nánari upplýsingar veitir Árni Geir Valgeirsson, framkvæmdastjóri Hugbúnaðarlausna (arnigv@origo.is).
Ef þú hefur brennandi áhuga á forystu og tækni, hvetjum við þig til að sækja um og taka þátt í vegferðinni með okkur.