Viltu byggja upp jákvæðari menningu í kennslu?
Markmið námskeiðsins er tvíþætt:
1) Að þátttakendur átti sig á og skilji hvað ýtir undir og viðheldur erfiðri hegðun hjá einstaka nemendum og hópnum í heild.
2) Að þátttakendur fái í hendurnar verkfæri sem auka líkur á jákvæðri menningu í kennslustofunni ef þau eru nýtt markvisst. Lögð verður áhersla á jákvæðar hegðunar- og bekkjarstjórnunaraðferðir þar sem notkun slíkra aðferða skilur eftir sig meiri tíma til að kenna námsefnið og betri líðan nemenda og kennara í lok hvers skóladags en ef áherslan er á að slökkva elda og losna þannig við erfiða hegðun.
Þar sem kennarar hafa ekki mikinn tíma í að nota flóknar og yfirgripsmiklar aðferðir verður lögð áhersla á að kynna aðferðir sem eru einfaldar í framkvæmd og ná til nemendahópsins í heild sinni. Námskeiðið byggist upp á fræðslu, umræðum og verkefnavinnu.