Stefnumót við hönnuð- bókahönnun
Hönnuðir, umbrotsmenn, starfsfólk í útgáfu og fjölmiðlafyrirtækjum, grafísk miðlun
Á þessu námskeiði lýsir bókahönnuðurinn Helga Dögg Ólafsdóttir sinni reynslu sem bókahönnuður og þeim atriðum sem þarf að hafa í huga við frágang og skil á prentverkum til prentunar í InDesign.
Helga Dögg fer yfir sín verk og þau atriði sem hún hefur í huga í frágangi algengra prentverka, svo sem bókar, tímarits og dagblaðs. Þátttakendur leysa algeng og almenn verkefni og Helga Dögg deilir verkefnum þar sem hún hefur staðið frammi fyrir vandamálum sem krefjast sérkunnáttu við að leysa.
Allir þátttakendur fá aðgang að stuttu vefnámskeiði þar sem farið er stuttlega í grunnatriði forritsins.
Þátttakendur fá aðgang að vefnámskeiði sem er undanfari þessa námskeiðs. Þar er farið yfir nýjustu útgáfu InDesign og verkefni námskeiðsins kynnt.
Kennari á námskeiðinu er Helga Dögg Ólafsdóttir grafískur hönnuður.
Helga Dögg er reyndur og verðlaunaður bóka- og tímaritahönnuður og hefur einnig kennt við Listaháskóla Íslands. Á námskeiðinu leggur Helga Dögg áherslu á að þátttakendur komi sér upp góðu vinnuferli sem hentar þeirra eiginleikum og verkefnavinnu.