Tólf spora ævintýri - helgarnámskeið
Hvenær
Helgin 18.-20. okt. (12 klst.)
Hvar
Sjávarklasanum, Grandagarði 16 og Svövuhúsi, landi Tungufells, 161 Reykjavík. Aðgengi.
Leiðbeinandi
Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistar- og myndlistarkennari og MA í menntunarfræðum skapandi greina
Verð
54.900 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða
Nánari upplýsingar
Námskeiðssíðan / s. 899 6917 / bjorg@stilvopnid.is
Innihald
Unnið er með aðferðum lista, leiddrar hugleiðslu, félagsörvunar og skapandi samtala á þessu fjöruga námskeiði sem hefur þó alvarlega undirtóna.
Stuðst er við þrjár þekktar sjálfskoðunaraðferðir; Hetjuferðina (The Hero’s Journey), Tólfsporakerfið og Leið listamannsins (The Artist’s Way).
Smiðjuna sækir fólk á öllum aldri sem vill sjá þroskaverkefni lífs síns í nýju ljósi. Sum mæta af einskærri forvitni en önnur gagngert til að horfast í augu við ákveðnar hindranir á þroskabraut sinni á skapandi hátt.
Athugið að þetta er ekki ritlistarnámskeiðið um Hetjuferðina. Þar eru skrifaðar sögur, hér er leikið með ólík tjáningarform.
Ummæli
„Námskeiðið opnaði fyrir nýjar og spennandi gáttir, gaf mér kjark til að takast á við innri hindranir og þor til að gefa fegurðinni og ævintýrinu í sjálfri mér lausan tauminn.”
Hallfríður Þórarinsdóttir (2023)
,,Námskeiðið er frumlegt, skemmtilegt og skilur sannanlega eftir mikið sem ég tók með mér út í þetta flókna líf.”
Linda H. Blöndal (2023)
Stílvopnið er tilnefnt til alþjóðlegu hvatningarverðlaunanna Global WIIN 2024.