

Stjörnufræði og stjörnuskoðun
Himinninn er helmingurinn af náttúrunni í kringum okkur. Á stjörnuhimninum má sjá ótal undur sem gaman er að skoða með berum augum eða sjónaukum. Á námskeiðinu verður stiklað á stóru um sólkerfið, stjörnur og vetrarbrautir, leit að lífi í geimum og fjallað um uppruna alheimsins.
Hér er um að ræða kjörið námskeið fyrir forvitna á öllum aldri. Með hverju námskeiðsgjaldi fylgir því frítt sæti fyrir eitt ungmenni á aldrinum 12 - 18 ára.
Lögð verður áhersla á fyrirbæri sem sjá má með berum augum, handsjónaukum og litlum stjörnusjónaukum. Farið verður í stjörnuskoðun á Hótel Rangá þegar veður leyfir og þá býðst þátttakendum að mæta með sína eigin sjónauka til að læra á þá.
Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum þar sem hvatt er til virkrar þátttöku og umræðna.