Skapandi skrif - helgarnámskeið
Skapandi skrif
- helgarnámskeið 27.-29. sept. (12 klst.)
Staður
Sjávarklasinn, Grandagarði 16, 101 Reykjavík. Aðgengi,
Kennari
Björg Árnadóttir, ritlistarkennari, rithöfundur og MA í menntunarfræðum skapandi greina.
Verð
54.900 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.
Lýsing
Hópurinn er leiddur með æfingum í gegnum helsti þætti sagnaritunar. Mikil vinnusemi ríkir á þessu hnitmiðaða helgarnámskeiði sem Björg Árnadóttir hefur þróað frá því að hún hélt sitt fyrsta námskeið í skapandi skrifum haustið 1989. Í lok námskeiðs hafa allir skrifað drög að eða fullskapaða sögu.
Námskeiðið sækir fólk á öllum aldri. Það hentar jafnt byrjendum sem útgefnum höfundum en einnig þeim sem vilja fyrst og fremst læra að njóta lesturs betur.
Vigdís Hafliða (Skapandi skrif 2019):
Námskeiðið hjá Björgu í skapandi skrifum er besta ritlistarnámskeið sem ég hef farið á. Ég fór áður en ég var byrjuð að skrifa af einhverri alvöru og æfingarnar og leiðsögnin náðu að draga fram hliðar sem ég vissi ekki að ég hefði og juku sjálfstraust mitt til muna. Ég mæli hiklaust með námskeiðinu, sérstaklega fyrir fólk sem þarf tól til að koma sér áfram.
Nánari upplýsingar: www.stilvopnid.is / bjorg@stilvopnid.is / s. 899 6917
Stílvopnið er tilnefnt til alþjóðlegu hvatningarverðlaunanna GlobalWIIN 2024.