Stílvopnið.
Stílvopnið.
Stílvopnið.

Ritun endurminninga

Hvenær
Fimmtudagskvöld 10. – 31. október (16 klst.)

Hvar
Sjávarklasinn, Grandagarði 16, 101 Reykjavík. Aðgengi


Leiðbeinandi
Björg Árnadóttir, ritlistarkennari, rithöfundur og MA í menntunarfræðum skapandi greina.

Verð
64.900 kr. (58.400 kr. fyrir 67 og eldri). Flest stéttarfélög niðurgreiða.

Nánari upplýsingar og skráning
Námskeiðssíðan, s. 899 6917 / bjorg@stilvopnid.is

Innihald
Margvíslegar kveikjur eru notaðar til að vekja minningar og ólíkar aðferðir kynntar til að skrá þær; dagbækur, minningargreinar, ævisögur og -þættir, skráning viðtala, heimildaleit, sjálfsögur, samfélagsmiðlar, hlaðvörp og fleira.

Fólk kemur ýmist til að skrifa um eigið líf eða annarra. Sum koma einkum til að muna og minnast í örvandi umhverfi en önnur af því að  endurminningar eru aðgengileg leið til að láta loks verða af því að byrja að skrifa.  Enn önnur eru engir nýgræðingar í skrifum en eru að leita innblásturs.

Námskeiðið er ekki fagnámskeið um ævisagnaritun þótt það gagnist ævisagnariturum. Hér er fyrst og fremst um að ræða fræðandi og nærandi samveru fólks á öllum aldri. Minningar spyrja sem kunnugt er ekki að aldri en það breiða aldursbil sem oft er á námskeiðinu eykur gildi samverunnar.

Ummæli
„Það er ekki að orðlengja það að þetta námskeið er það skemmtilegasta og gagnlegasta sem ég hef sótt um ævina. Það opnuðust flóðgáttir og einlæg löngun til að koma minningunum mínum á blað."
Björg Baldursdóttir

„Í  mínu tilfelli er árangurinn ekki einungis fólginn í skrifunum heldur í  einhverju svo miklu meiru. Takk fyrir mig!”
Valgerður Hilmarsdóttir

„Ég hefði viljað geta hægt á tímanum og verið svolítið lengur. Þetta leið allt of hratt!“ 
Stefanía Valgeirsdóttir

Stílvopnið er tilnefnt til alþjóðlegu hvatningarverðlaunanna Global WIIN 2024.

Hefst
10. okt. 2024
Tegund
Staðnám
Tímalengd
4 skipti
Verð
64.900 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar