Þórey Sigþórsdóttir
Þórey Sigþórsdóttir
Þórey Sigþórsdóttir

RÆKTAÐU RÖDDINA - Radd og sjálfstyrkingarnámskeið.

Er röddin atvinnutækið sem þú treystir á? Finnurður fyrir ótta og stressi þegar þú þarft að tala fyrir framan fólk? Viltu byggja upp örugga tjáningu? 

💥Raddþjálfun er ein besta leiðin til að vinna á móti ótta við það að tala fyrir framan fólk þar sem hún fer inn á bæði huglæga og líkamlega þætti varðandi röddina.

💥Góð raddbeiting skapar góða nærveru. Góð nærvera styrkir samskipti og fær fólk til að hlusta og vinna með þér.

💥Skýr raddbeiting og hlustun hjálpar samskiptum og minnkar líkurnar á óþarfa misskilningi og pirringi í lífi og starfi.

💥Raddþjálfun byggir á djúpöndun og réttu spennujafnvægi svo hér færðu sterk tól sem nýtast vel í streitustjórnun og aðferðir til að vinna með slökun í dagsins önn.

💥💥💥Ath. Flest stéttarfélög styrkja þátttöku á þessu námskeiði.
Hefst
12. mars 2024
Tegund
Staðnám
Tímalengd
4 skipti
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar