Óþekkt svæði Frakklands - Provence og Karíbaeyjar
Dreymir þig um að uppgötva Frakkland utan alfaraleiða? Á þessu námskeiði er fjallað um hið þekkta Provence hérað og tvo falda gimsteina í Karíbahafi; Gvadelúpeyjar (Guadeloupe) og Martinique. Farið er yfir þessi minna þekktu landsvæði og fjallað um lykilstaði, sögu og menningu. Einnig eru gefnar hagnýtar upplýsingar sem koma sér vel þegar skipuleggja á ferðir þangað á eigin vegum.
Provence í Frakklandi og Gvadelúpeyjar og Martinique í Karíbahafinu eru landsvæði sem eiga ólíka sögu en eiga það sameiginlegt að vera rík af menningu og spennandi áfangastaðir fyrir ferðalanga. Á námskeiðinu er farið yfir sögu þessara ólíku landsvæða og kafa ofan í þá menningarlegu þróun sem þar hefur átt sér stað.
Provence hérað er þekkt fyrir glæsilegt og myndrænt landslag, og líflega markaði. Fjallað verður um sögulegar borgir á svæðinu, svo sem Avignon, Aix-en-Provence og Marseille. Einnig verður farið yfir matarmenningu Suður-Frakklands, tónlist og hefðir landsvæðisins.