Akademias
Akademias
Akademias

Myndvinnsla með Photoshop

Myndvinnsla nýtist í mjög mörgum störfum og einnig í lífinu sjálfu. Lærðu að vinna myndir og grafík í einu öflugasta Photoshop námskeiði á Íslandi. Mikill fjöldi þátttakenda hefur farið í gegnum námið og náð góðum tökum á Photoshop.

Um hvað er námskeiðið?
Þarftu að aðlaga eða búa til markaðsefni, efni fyrir vef eða fyrir samfélagsmiðla fyrirtækisins? Eða viltu geta búið til auglýsingar fyrir Facebook, Instagram eða Google? Námskeiðið hjálpar þátttakendum einnig að ná góðum tökum á að vinna ljósmyndir áfram, hvort sem það eru fjölskyldumyndirnar eða sjálfur (selfies).
Námskeiðið er í 19 hlutum, samtals fimm og hálf klukkustund.
 
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á myndvinnslu eða grafískri hönnun, jafnt byrjendur og þá sem vilja dýpka þekkingu sína á Photoshop.
 


Námskaflar og tími:
  • Kynning á Photoshop - 2 mínútur
  • Nýtt skjal búið til - 4 mínútur
  • Verfærin - 1 - 36 mínútur
  • Verkfærin - 2 - 24 mínútur
  • Adjustment layers - 10 mínútur
  • Blending mode - 4 mínútur
  • Myndvinnsla - 40 mínútur
  • Content aware - Photoshop magic - 7 mínútur
  • Hönnun auglýsinga - Verkefni - 75 mínútur
  • Laga andlit á myndum - 13 mínútur
  • Filtera gallerýið - 10 mínútur
  • Klippa myndir á grunn - 22 mínútur
  • Smart objects - 5 mínútur
  • Maska út myndir - 3 mínútur
  • Verkfærakistan (toolbar) - 7 mínútur
  • Facebook og Instagram hönnun - 21 mínútur
  • Google hönnun - 33 mínútur
  • Hönnun fyrir vefsíður - 7 mínútur
  • Vistun og frágangur skjala - 7 mínútur
Heildarlengd:
330 mínútur

Textun í boði:
Íslenska

Leiðbeinandi:

Ólöf Erla Einarsdóttir

Ólöf Erla Einarsdóttir útskrifaðist frá LHÍ árið 2002 með BA gráðu sem grafískur hönnuður. Skömmu síðar hóf hún störf hjá RÚV, þar sem hún starfaði í 11 ár við hönnun og grafík, bæði fyrir vef og sjónvarp. Samhliða því hefur Ólöf Erla starfað náið með mörgum af ástkærustu listamönnum þjóðarinnar við hönnun og vinnslu á hljómplötum, plakötum, myndböndum, auglýsingum og fleira. Þegar Ólöf Erla sagði skilið við RÚV lá leið hennar til 365 og þaðan í markaðsdeild NOVA, áður en hún stofnaði fyrirtækið SVART og fór að starfa alfarið á eigin vegum.
Tegund
Fjarnám
Verð
24.000 kr.
Fáðu 10% afslátt af námskeiðinu. Smelltu á hnappinn hér að neðan og sláðu inn afsláttarkóðann við greiðslu: Alfred
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar