Kvikmyndatónlist: Tónar og tilfinningar
Á þessu námskeiði verður farið yfir einn mikilvægasta þátt kvikmyndanna: Tónlistina.
Af hverju er tónlist undir þessu atriði en ekki hinu? Af hverju heyrist þessi laglína alltaf þegar þessi persóna birtist á skjánum? Hvað einkennir áhrifaríka kvikmyndatónlist?
Stiklað verður á stóru um sögu kvikmyndatónlistar í aldanna rás, allt frá þöglum myndum 19. aldar yfir í Netflix-þætti dagsins í dag. Farið verður yfir starf og hlutverk kvikmyndatónskálda og verkefnin sem þau standa frammi fyrir í ferlinu.
Stærsti hluti námskeiðsins fer í að horfa saman á 1-2 kvikmyndir með tónlistina að leiðarljósi og ræða staðsetningu hennar, eðli og hlutverk. Með líflegum umræðum og skoðanaskiptum geta þátttakendur dýpkað skilning sinn á hlutverki og eðli kvikmyndatónlistar og þannig aukið upplifun sína af kvikmynda- og sjónvarpsglápi.