Hundaakademían
Hundaakademían
Hundaakademían

Krílahvolpatímar

Krílahvolpatímar er fyrir alla hvolpa frá ca 9 til 18 vikna.

Félagsmótunarskeið hvolpa er milli 3 og 12 vikna. Þá þurfa þeir að upplifa flest allt sem á að vera eðlilegt í þeirra lífi. Þess vegna veljum við að byrja snemma með þjálfun og krílatímarnir ná því inn á þetta tímabil ef þið mætið snemma með þá.

Vissir þú að það mikilvægasta sem þú gerir með hvolpinum og það fyrsta sem þú átt að spá í er umhverfisþjálfun? Ungir hvolpar þurfa að upplifa eitthvað nýtt á hverjum degi og allt þarf að vera jákvætt, skemmtilegt og ekki of mikið af því góða í einu.

Krílahvolpatímar er eins og fara með barnið þitt í leiksskóla til að læra að leika við aðra hvolpa sem og slaka á. Þeir fá að upplifa allskonar sem örvar sjón, heyrn, lykt, snertingu í formi þrautabrauta. Allt þetta gerir þá öruggari með sig og minnkar líkurnar á hræðslu í framtíðinni.

Tímarnir eru allar helgar í formi klippikorts og getið mætt þegar þið getið.
Tegund
Staðnám
Tímalengd
6 skipti
Verð
15.900 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.