Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri

Hugverkaréttindi - Málstofa

Hugverk eru iðulega talin meðal verðmætustu eigna þeirra sem réttinn eiga og þau geta – ef rétt er haldið á spöðunum – veitt mikilvægt samkeppnisforskot á markaði. Á námskeiðinu verður farið yfir hver þessi réttindi eru, hvernig þau verða til, hvað felst í þeim og hvernig þau verða best tryggð og hagnýtt. Þá verður skoðað hvað þarf að varast og til hvaða úrræða er hægt að grípa við brotum á hugverkarétti. Hægt er að velja á milli þess að taka námskeiðið í 100% fjarnámi eða mæta í staðarlotu og fá það metið sem 2 ECTS. Námskeiðið hentar í raun öllum þeim sem eru að sýsla eitthvað sjálfir, s.s. frumkvöðlum, uppfinningafólki, hönnuðum, nýjum eða rótgrónum fyrirtækjum sem treysta á hugvit og tæknilausnir, merki, framleiðsluafurðir o.fl. í sínum störfum og svo auðvitað lögmönnum, dómurum, háskólakennurum o.fl.
Hefst
3. okt. 2023
Tegund
Staðnám og fjarnám
Verð
35.000 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.