Stílvopnið.
Stílvopnið.
Stílvopnið.

Hetjuferðin - ritlist (Hero´s Journey)

Hvenær
Mánudagskvöld 21. okt.-11. nóv.  (16 klst.)

Hvar
Sjávarklasinn, Grandagarður 16. 101 Rvk. Aðgengi

Leiðbeinandi
Björg Árnadóttir, ritlistarkennari, rithöfundur og MA í kennslufræðum skapandi greina

Verð
64.900 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða

Innihald
Hetjuferðin (The Hero´s Journey) er þekkt hugtak úr frásagnarfræðunum en einnig sem leið til sjálfskoðunar og aukins þroska.

Á námskeiðinu er hugmyndafræðin að baki hinnar ævafornu Hetjuferðar kynnt og hetjuferðir skrifaðar; hvers kyns sögur sem fylgja hetjunni á ferðalagi hennar, hversdagssögur jafnt sem ævintýri og fantasíur. Að auki  má nota námskeiðið til að skoða og skrifa um hetjuferðir eigin lífs. 

Formið er frjálst og þótt flest skrifi sögur eða hugleiðingar kjósa sum jafnvel að kafa í og  kynnast Hetjuferðinni með aðferðum ljóðlistar og leikritunar. Ólík viðfangsefnin auka skilning þátttakanda á lifuðum og skrifuðum hetjuferðum fyrr og nú.

Námskeiðið er óvissuferð. Í upphafi veit enginn hvert hann stefnir og alltaf er eitthvað um það bil að fara að gerast. Höfundum tekst þó undantekningarlaust að komast óhultum á endastöð, reynslunni ríkari.

Ummæli síðasta hóps (mars ´24)
,,Við erum ekki söm. Það urðu ákveðnir töfrar. Kennslan leiðir okkur svo víða, dyrnar opnaðar á listilegan hátt og húmor varðar leiðina. Trúnaðartraust skapaðist og áskorun ferðalagsins efldi okkur í að tileinka okkur þessa sýn sem gaf okkur alveg ótrúlega mikið.”

Stílvopnið er tilnefnt til alþjóðlegu hvatningarverðlaunanna Global WIIN 2024.

 

Hefst
21. sept. 2024
Tegund
Staðnám
Tímalengd
4 skipti
Verð
64.900 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar