Endurmenntun HÍ
Endurmenntun HÍ
Endurmenntun HÍ

Gróður og grafir í Hólavallagarði

Árið 2023 eru liðin 185 ár síðan fyrsta gröfin var tekin í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötuna í Reykjavík. Garðurinn er þjóðargersemi en hann er einstakur staður með ótvírætt menningarsögulegt gildi. Hann hefur aldrei verið endurnýttur eða endurskipulagður eins og venjan er í borgarkirkjugörðum nágrannalanda okkar. Hann er eitt stærsta útiminjasafn á landinu, gróður hans er sérstakur og mörg minningarmarka garðsins eru einstök í alþjóðlegu samhengi.

Á námskeiðinu verður leitast við að varpa ljósi á uppruna Hólavallagarðs, rætur hans, bakgrunn og ásýnd.

Námskeiðið skiptist í tvennt: Annars vegar er um að ræða hefðbundinn fyrirlestur með myndasýningu og hins vegar göngutúr um garðinn þar sem komið verður við á 10-12 póstum.
Hefst
22. mars 2023
Tegund
Staðnám
Verð
23.000 ISK
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.