Peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Eru þínir starfsmenn meðvitaðir um þeirra skyldur samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka?
Með tilkomu nýrra laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka voru stórauknar skyldar lagðar á herðar aðila eins og fasteignasala, bifreiðasala, bókara og endurskoðenda. Eftirlit með málaflokknum hefur aukist og hafa fjölmargir aðilar verið beittir sektum fyrir að innleiða ekki reglurnar með fullnægjandi hætti, þ.á m. vegna skorts á þjálfun starfsmanna.
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu skyldur samkvæmt lögunum og hvernig tryggja megi hlítni við þær. Efnið verður nálgast með praktískum hætti og m.a. farið yfir hvað einkennir gott áhættumat, hvernig skuli framkvæma áreiðanleikakannanir o.fl. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og skilning á regluverkinu og hvernig megi fullnægja skyldum samkvæmt því. Með þátttöku í námskeiðinu má fullnægja lagaskyldu um fræðslu starfsmanna.