
Þekkingarmiðlun

Aðstæðubundin stjórnun
Í þessari vinnustofu er byggt á kenningunni um aðstæðubundna stjórnun (Situational leadership theory) sem gefur innsýn í ólíkar aðferðir til að stjórna fólki, allt eftir aðstæðum.
Stundum eru aðstæður þannig að taka þarf málin föstum tökum og vera skýr og afgerandi. Dæmi um það eru krefjandi starfsmannamál. Stundum þarf að ræða málin á jafningjagrunni eins og þegar þarf að ræða ólíkar nálganir og ná samstöðu. Það eru einnig aðstæður þar sem stjórnandinn á ekki að gera neitt nema vera til staðar ef til hans er leitað.
Í þessari vinnustofu verða kynntar, ræddar og æfðar stjórnunaraðferðir sem gagnast stjórnendum sem vilja auka skilning sinn og færni í að takast á við þær fjölmörgu áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir.
Um er að ræða hagnýta vinnustofu sem hentar öllum sem vilja ná betri tökum á stjórnun, bæði þeim sem eru að feta sín fyrstu skref sem og þeim sem hafa verið stjórnendur lengi.
Hefst
2. okt. 2023Tegund
StaðnámTímalengd
1 skiptiVerð
44.500 kr.Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar
Meira frá Þekkingarmiðlun
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.