Hampiðjan
Hampiðjan

Verkfræðingur/tæknifræðingur

Við leitum að starfsmanni sem hefur mikinn áhuga á veiðum og veiðarfærum til að taka þátt í hönnun, teikningu og þróun á botn- og flottrollum.

Starfssvið:

  • Teikning í AutoCAD
  • Hermun á hegðun trolla í þrívíddarforritum
  • Ráðgjöf til útgerða og skipstjóra
  • Þátttaka í sölustarfi
  • Útreikningar á toggetu fiskiskipa og togmótstöðu veiðarfæra
  • Þátttaka í vöruþróun á efnum í veiðarfæri
  • Þróun á veiðitækni framtíðarinnar í samstarfi við útgerðir og tæknifyrirtæki í sjávarútvegi

Menntun og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í tæknigrein
  • Góð kunnátta á AutoCAD
  • Reynsla af botn- og flottrollsveiðum er kostur
  • Menntun og starfsreynsla í netagerð er kostur
  • Góð enskukunnátta

Starfið kallar á ferðalög og stundum sjóferðir með viðskiptavinum.

Um Hampiðjuna:
Hampiðjan er leiðandi fyrirtæki í heiminum í þróun, sölu og þjónustu á framúrskarandi veiðarfærum til fiskiskipa. Fyrirtækið er jafnframt í fararbroddi í þróun og framleiðslu á ofurköðlum sem seldir eru víða um heim. Hampiðjan er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í 21 landi. Dótturfyrirtækin eru 51 talsins, starfsstöðvarnar eru 76 og hjá samstöðunni starfa nú um 2000 starfsmenn.


Auglýsing stofnuð19. apríl 2024
Umsóknarfrestur9. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Skarfagarðar 4, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AutocadPathCreated with Sketch.AutoCad
Starfsgreinar
Starfsmerkingar